Talmeinafræðingar á Norðurlöndum þinguðu á netráðstefnu NORDISK AFASI (Nordic Aphasia) fimmtudaginn 10. júní, er Ísland veitir formennsku um þessar mundir. Leiðir Þórunn Hanna Halldórs-dóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og aðjúnk við HÍ þá vinnu. Er ljóst að sérfræðingar á hinum Norðurlöndunum eru lengra komnir í baráttu sinni við þennan fötlunarflokk, þar sem gagnagrunnar eru marktækari þar en hér á landi, en við getum þó mikið af þeim lært. Þá hefur HEILAHEILL reynt að fylgjast með þessari umræðu og lagt áherslu á mikilvægi talmeinafræðinga, m.a. fengið til liðs við okkur Þórunni til að vera talsmann félagsins í stjórn NORDISK AFASIRÅD (Nordic Aphasia Association) þar sem eru bara sjúklingafélögin, sem HEILAHEILL veitir jaframt formennsku um þessar mundi til ársins 2023. Má segja að með þessari formennsku Íslands bæði með fagaðilum og sjúklingum á Norðurlöndum ætti að gefa íslenskum stjórnvöldum tækifæri á að hlúa betur að þessum málaflokki!