Málstol var það heillin!

Allir þeir sem eiga við málstol að stríða eftir heilablóðfall og aðstandendur þeirra eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í verkefnahópum á vegum HEILAHEILLA, – undir handleiðslu talmeinafræðinga með því að smella á hér!

Á undanförnum árum hefur í umræðunni um málstol (afasia) hér á landi, sem er með þeim allra alvarlegustu afleiðinga slags (heilablóðfalls), borið á skilningsleysi gagnvart sérstöðu þessarar fötlunarinnar.  Félagið hefur á undanförnum árum reynt að bera þennan fötlunarflok saman við sambærilega fötlunarflokka annnarra Evrópuríkja, sérstaklega Norðurlandanna með því að vera í stjórn NORDISK AFASIRÅD og fylgjast með.  Hyggst félagið nú reyna að gera bragarbót á því, með því að gefa fólki kost á því að skrá sig í hóp er heldur um þennan fötlunarflokk! 

Talmeinafræðingarnir Elísabet Arnardóttir og Þóra Másdóttir lýsa þessu á áhrifaríkan hátt: 

FLESTUM þykir sjálfsagt að geta talað eða með öðrum hætti tjáð hugsun sína. Gerum okkur í hugarlund að heilinn brygðist okkur og við gætum ekki boðið góðan dag, beðið um aðstoð í verslun eða greint frá eigin nafni. Þannig er málstol. Með málstoli er átt við að hæfileiki einstaklings til að tjá sig og að skilja mælt mál hefur skerst vegna heilablóðfalls. Einnig á fólk með málstol yfirleitt í erfiðleikum með að lesa og skrifa. Málstöðvar heilans eru langoftast staðsettar vinstra megin í heila og getur málstol því komið í kjölfar heilablóðfalls þeim megin (oft fylgir lömun í hægri líkamshelmingi). 

Málstol getur verið mismunandi alvarlegt og skiptir þar mestu umfang og staðsetning skemmdar sem verður við heilablóðfallið. Ef málstolið er vægt þá á einstaklingurinn e.t.v. aðeins erfitt með að muna orð yfir hluti og nöfn á fólki, en ef málstolið er alvarlegt eru allir þættir máls mjög mikið skertir, þ.e. einstaklingurinn getur lítið sem ekkert lesið, skrifað, talað eða skilið af því sem sagt er við hann. Að vera málstola er stundum líkt við það að vera staddur í framandi landi og tala hvorki né skilja tungumálið. Margir þeirra sem fá málstol fara í talþjálfun. Talþjálfunin er mjög einstaklingsbundin og fer eftir eðli þeirra erfiðleika sem hver og einn glímir við. Sumir þurfa helst að æfa lesskilning, aðrir skrift, sumir þurfa að æfa setningamyndun, aðrir að nefna hluti, sumir þurfa helst að læra að hlusta eftir merkingu talaðs máls og svona mætti lengi telja. Þegar tjáning er mikið skert er stundum reynt að örva látbragð eða unnið með tal í gegnum takt og söng, en oftast er unnið með hlustun, lestur, skrift og hið talaða orð í ýmsum myndum. 

Alltaf er leitast við að hafa þjálfunina sem hagnýtasta fyrir hvern einstakling, þ.e. að sníða verkefnin að hans eigin þörfum í daglegu lífi.  Oft eru aðstandendur og aðrir þeir sem annast fólk með málstol, óöruggir um hvernig best sé að haga samskiptunum. Þeim er gjarnan bent á að tala eðlilega en nota jafnframt látbragð, bendingar og gott augnsamband, til að auðvelda málskilning. Einnig er best að aðeins einn tali við hinn málstola í einu og snúi sér þá að honum svo hann sjái framan í viðmælanda sinn og forðast samræður í hávaðasömu umhverfi. Mikilvægasta reglan í samskiptunum er nú samt líklega sú að hlýlegt viðmót og virðing gagnvart einstaklingnum segir meira en þúsund orð.

Það er vissulega mikið áfall fyrir fjölskyldu að sjá ástvin sinn allt í einu sviptan málinu að meira eða minna leyti. Sem betur fer ná flestir nokkrum bata. Sumum fer mikið og hratt fram í máli og öðrum hægt. Ferlið er afar einstaklingsbundið og erfitt að sjá fyrir í byrjun hvernig batinn muni verða. Mörgum hættir til að draga sig í hlé vegna málstols, en það er vís leið til að einangrast og draga úr batahorfum, því þá fær viðkomandi ekki nauðsynlega æfingu í að tala og hlusta. Samskipti við annað fólk eru okkur öllum mikilvæg, því hver getur verið án þeirra?”

Frekari upplýsingar, hér, hér og hér

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur