Mikilvægi samvinnu fagaðila og sjúklingafélaga!

HEILAHEILL hélt vel sótt málþing um slagið á alþjóðadegi heilablóðfallsins (World Stroke Day) 29. október s.l. í Norræna húsinu við góðar undirtektir.  Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA bauð gesti velkomna, tók Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra til máls og opnaði málþingið, svo tók Hjalti Már Þórisson, yfirlæknir inngripsröntgen og æðaþræðinga á LSH við á eftir, þá Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild og síðan Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum alþm..  Í máli Svandísar ráðherra kom fram í mikilvægi samvinnu sjúklingafélaga og fagaðila og hvatti til meira samstarfs þeirra á milli.  Væru aðilar með því að gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni og taldi hún að heila-appið gegndi mikilvægu hlutverki er varðar öryggi einstaklingsins, um snemmtæka íhlutun heilbrigðisþjónustunnar við áfallinu.  Hjalti Már ræddi um sögu blóðsegabrottnámsins hér á landi og rakti sögu einstaklings, er náði undraverðum bata eftir aðgerð.

Stefán greindi frá mikilvægu hlutverki Grensásdeildar og hvernig ferlið væri innan stofnunarinnar, þegar þangað bærust sjúklingar með eftir heilablóðfall.  Valgerður sagði svo að lokum sína persónulegu sögu og hvernig eigi að bregðast við fyrstu einkennum slagsins.  Nokkrar fyrirspurnir voru bornar fram, er svarað var jafnóðum.  Fóru gestir af lokinu málþingi öllu fróðari um heilablóðfallið og HEILAHEILL og hvaða hlutverki félagið gegnir í samfélaginu.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur