Örn Byström Einarsstöðum  

Þegar ég fékk mitt heilablóðstilfelli var ég mjög heppin og það þakka ég konu minni sem tók öll völd af mér og fór með mig strax í hendur lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri , þar sem ég var lagður inn og fékk frábæra meðhöndlun á allan hátt .Þetta var í mai 2012 ég man hvað mér þótti þetta ergilegt því hryssan okkar hjóna átti að  kasta  þá um vorið. Það var það sem skipti miklu meira máli en það sem fyrir mig hafði komið varðandi heilsuna,það reyndar vakti mig til umhugsunar hvaða mat maður leggur á hlutina þegar eitthvað svonalagað kemur fyrir, þetta var ekki eðlilegur hugsunarháttur eftir á að hyggja.

Heppnin hélt áfram að fylgja mér,eftir að ég kom heim í sveitina fékk ég fljótlega boð um það að ég hefði fengið pláss á Kristnesi í Eyjafyrði í endurhæfni. Það var stór gjöf, Þar dvaldi ég í fjórar vikur og fékk allveg frábæara meðhöndlun, meðhöndlun sem gaf mér mikið líkamlega sem andlega. Að fá að vera þess aðnjótandi að dvelja á Kristnesi í endurhæfingu var mér ómetanlegt. Þvílíkt starfsfólk sem þar er við störf. Betra verður ekki á kosið. Þarna var allt til staðar til að byggja mann upp á allan máta.Á Kristnesi er ágætt bókasafn og þar fann ég strax í byrjun blað með grein eftir Ingólf Margeirsson rithöfund sem hafði fengið heilablóðfall og lýsti reynslu sinni við sjúkdóminn.

 Þessi grein opnaði hug minn upp á fulla gátt  og hjálpaði mér heilmikið, þessvegna ráðlegg ég fólki að skrifa niður sína reynslusögur, þær hjálpa heilmikið. ‘Í grein Ingólfs Margeirssonar kemur fram erindi sem hann átti í fatahreinsun nokkra, þar sem hann kvartar við afgreiðslumannin hversu þröskuldurinn væri hár því hann átti í erfiðleikum að komast yfir hann. Svarið sem hann fékk var  að þessi þröskuldur væri búinn að vera þarna í 40 ár. Mér fannst þetta svar afgreiðslumannssins  svo fyndið en samt tillitslaust að ég ákvað þá strax að taka endurhæfingu mína sem brandara, það er að segja að gera grín af sjálfum mér. Afhverju, jú, þessar einföldu aðgerðir dagsfarslega sem voru orðnar vandamál hjá mér skildi ég taka á léttu nótunum.

Vinstri öxlin á mér fékk sko að kenna á því fyrstu mánuðina, allir hurðarkarmar voru vinstrameginn, þeir voru einfaldlega fyrir mér, ég gékk alltaf á þá. Ef ég þurfti að ganga upp stiga þá hreinlega gleymdi ég að lyfta upp vinstri fótnum, þessu hafði ég aldrei þurft að hafa áhyggjur af áður fyr, ósjálfráð stýring heilans til fótanna var bara einfaldlega til staðar.Nú átta árum síðar þarf ég að annaðslagið að endurræsa heilann ganvart upplyftingu vinstri fóts., það er allt í lagi finnst mér. Það er öllu verra þetta með sokkana,að fara í sokka er enn í dag stórt vandamál, ég fékk sokkaífæru, en líkar hún ekki, ég afgreiddi það með því að nú nota ég einfaldlega ekki sokka, fer bara berfættur í skóna og líkar það stórvel.Stærsta vandamál mitt í dag er stríðið við nærbuxurnar, þar sem ég fer í sundlaug nánast á hverjum morgni þá eru nærurnar minn aðalóvinur, sundskýluna afgreiddi ég á þann máta að reyna að komast í sturtu í horni, þar sem ég get hallað mér upp að veggnum til að fá stuðning og það gengur oftast ágætlega. En gamla góða trixið með nærurnar þar sem maður notaði annan fótinn til að sparka þeim upp og grípa þær með annarri hendinni er tröllum gefin -ég reyndi það en geri það ekki aftur, ég lá á gólfinu aumur í baki og fleiru.

En svona er þetta bara og ég er góður og þakklátur fyrir það sem ég hef. Margur félagi okkar hefur farið ver út úr heilablóðfalli og því er ég þakklátur minni heilsu og svo á ég svo góða vini, það er einnig góð gjöf.

Örn Byström Einarsstöðum  

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur