Fagaðilar og sjúklingafélög á Evrópusvæðinu setja sér sameiginleg markmið 2018-2030

Á aðalfundi SAFE (Stroke Alliance For Europe) 2019 í Porto, Portúgal, 37 ríkja innan Evrópu, ásamt samstarfsaðilum frá Ísrael og Ástralíu var mikill einhugur.  Norðurlöndinn “mökkuðu” sig saman og sýndu samstöðu í ýmsum málum. Hugur var í fundarmönnum um að starfa að sameiginlegri stefnuskrá ESO/SAFE  2018-2030!  ESO (European Stroke Organisation) eru samtök fagaðila á Evrópusvæðinu.  Mikilvægi HEILAHEILLA í SAFE er aldrei brýnna en nú, þar sem Íslandi gefst kostur á að bera sig saman við önnur ríki og fylgja eftir markmiðum sem bæði sjúklingar og fagaðilar taka höndum saman um. Á fundinum var kosið var um aðild nýrra ríkja, er fer fjölgandi, Króatíu, Úkraníu og þá Tyrkland sem samstarfsaðila.  Einu ríki var vísað úr samtökunum vegna skulda eins og lög SAFE segja til um.  En að öllu, – heilablóðföllum fer því miður fjölgandi um allan heim, þjóðirnar eldast og gerðar eru meiri og fleiri sanngjarnar kröfur um umönnun!  Slagþolar eru því miður ekki sú stærð sem stjórnvöld hafa áhyggjur af!  En með góðri samstöðu sjúklinga og fagaðila, má draga verulega úr afleiðingum heilablóðfallsins með skjótri íhlutun heilbrigðisyfirvalda og við horfum fram á veginn!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur