Niðurstaða frá SAFE 12. mars 2024

Á hverju ári fá nærri 1,5 milljónir manna slag (heilablóðfall) í 32 Evrópulöndum.  Slagið getur verið hrikalegt – leitt til dauða, jafnvel ævilangrar fötlunar, er rýrir líf slagþola og ástvini þeirra. Þeir sem lifa af munu ganga til liðs við meira en níu milljónir evrópskra skagþola er lifa nú við langvarandi heilsufar, félagsleg og fjárhagsleg áhrif.  Byrði áfallsins hvílir á okkur öllum, sérstaklega þeim sem lifa af slagið og umönnunaraðila þeirra er búa við afleiðingar þess á hverjum degi. Við skulum grípa til aðgerða til að draga úr og lágmarka álag á samfélög okkar.

Stjórn HEILAHEILLA: Páll Árdal, gjaldkeri, Þórir Steingrímsson, formaður, Snædís Björk Þórðardóttir og Kristín Árdal
Stjórn HEILAHEILLA: Páll Árdal, gjaldkeri, Þórir Steingrímsson, formaður, Sædís Björk Þórðardóttir og Kristín Árdal

Aðgerðir:
byggja upp og efla getu í evrópskum slagþjónustum með því að stuðla að framleiðslu verkfæra, þjálfun, upplýsinga til handa fagaðilum og félagsmönnum og mynda tækifæri að funda um málefnið!
vekja athygli á einkennum slagsins, veita nýjustu upplýsingarnar  um mikilvægi frum- og afleiddra forvarna gegn slaginu.
tryggja að áfallið og rödd þeirra sem lifðu það af komi skýrt fram í starfi viðeigandi istofnana innan ESB, innan þingsins, stjórnar Evrópusambandsins, ráðuneyta og forsætisráða þess og í Horizon Europe heilablóðfallsverkefnum og WHO hópum.

  1. vinna í samstarfi við ESO (European Stroke Organization) að því að virkja helstu hagsmunaaðila til að vinna með ríkisstjórnum sínum að því að skila alhliða heilablóðfallsáætlun í hverju landi fyrir sig.
  2. tryggja að við séum skilvirk stofnun með því að hafa ákveðna og virka stjórn og starfsfólk, góða stjórnarhætti og fjárhagslegt úrræði til að styðja við starf okkar.

Fyrir blasir:

  • Heilablóðfall er leiðandi orsök dauða og fötlunar fullorðinna í Evrópu, hefur áhrif á stuðningsnet þeirra á mörgum sviðum lífsins.
  • Með 1,5 milljón áfallamála árið 2017, sem spáð er nú að það nái 12 milljónum árið 2040, gæti kostnaður samfélagsins hækkað úr 60 milljörðum evra í 86 milljarða evra án markvissrar fjárfestingar.

Nauðsynlegt er að grípa til brýnna aðgerða til að koma í veg fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir ófyrirsjáanlegar þarfir eftirlifenda og skort á alhliða landsáætlunum og stuðningsnetum.

Við viljum að í Evrópu sé hægt nær því útrýma heilablóðföllum og að tíðni dauða og fötlun væru lágmörkuð svo að hver og einn einstaklingur sem verður fyrir áfalli, lifi sínu besta lífi!

Markmið okkar

  1. Að allir sem verða fyrir heilablóðfalli séu studdir af landssamtökum um heilablóðfall
  2. Veruleg lækkun á heilablóðfalli sem hægt er að koma í veg fyrir með því að bregðast við áhættuþáttum og einkennum
  3. Að gera heilablóðfall að evrópskri heilsu-, umönnunar-, og félagsmálarannsóknum
  4. Jafnrétti í heilablóðfallsmeðferð í hverju Evrópulandi með innleiðingu á alhliða innlendum heilablóðfallsáætlunum
  5. Hámarka skilvirkni okkar með því að vera fagleg, siðferðileg, fjárhagslega stöðug og sjálfbær stofnun

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur