HEILAHELL gerðist aðili að SAFE (Stroke Alliance For Europe) Evrópusamtökum heilablóðfallssjúklinga árið 2012. Árlega hafa fulltrúar félagsins farið á ráðstefnur og aðalfundi samtakanna til að geta borið bækur á sínar saman við önnur lönd. Þórir Steingrímsson, formaður og Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður, sátu m.a. í stjórn þessara öflugu samtaka 2014-2017. Þau hafa stækkað frá 8 félögum í 35 á 16 árum. Í ár fjarfund-uðu samtökin 23. júní s.l. þar sem 33 fulltrúar ræddu stöðu samtakanna undir áhrifum heimsfaraldursins COVID-19! Ljóst er að staða samtakanna er mun erfiðari í ár og kemur til með að taka miklum breytingum a.m.k. næstu tvö árin, þar sem starfsemi aðildarfélaganna í hverju landi fyrir sig lagðist nær niður í þeirri mynd sem var. Ekki verður séð að það verði mikið um ráðstefnur á þessu ári, starfslið samtakanna var sent heim og hlutirnir látnir ganga áfram með fjarfundum. Formaður HEILAHEILLA, sat fjarfundinn núna, sem byggðist upp á ráðstefnu með öðrum samtökum og aðalfundi. Að mati hans stendur Ísland framarlega í forvörnum, meðhönd-lun (door-to-needle) og endurhæfingu heilablóðssjúklinga í heimsfaraldrinum. Ljóst er að heilbrigðiskerfi margra Evrópulanda eru í mun meiri vanda en það íslenska. En stjórn HEILAHEILLA ætlar ekki að láta deigan síga og hefja fundarhöld aftur í haust skv. venju, – ef Covid-19 leyfir!