Þórir Steingímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir, funduðu með Finnboga Jakobssyni, taugasérfræð-ingi og endurhæfingalækni. Björn og Þórir eru fulltrúar evrópsku samtakanna ESO og SAFE, er gerðu með sér samkomulag 2018-2030, um átakið SAPE. Þar er kveðið á um að fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taki höndum saman er varðar heilablóðfallið og gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum er varðar forvarnir, meðferð og endurhæfingu áfallsins.
Þeir gegna því hlutverki að vera talsmenn samtakanna og hafa óskað eftir fundi með yfirstjórn Landspítalans í því skyni að kynna SAPE og einnig þá starfsemi er þegar hefur innt af hendi hér á landi í þágu þessa átaks og hefur heilbrigðisráðuneytinu verið sent erindi þar um og hvatt er til aðkomu stjórnvalda með samevrópskri viljayfirlýsingu um SAPE. Þetta er vel á komið og hefur yfirstjórn LSH boðað til fundar að beiðni HEILAHEILLA 20. apríl n.k..
Kynntu þeir samkomulagið fyrir Finnboga, þar sem hvatt er til þess að fagaðilar um slagið (heilablóðfallið) hér á landi móti með sér samráðsheild, er geti verið vettvangur viðhorfa þeirra er samræmist markmiðum viljayfirlýsingar SAP-E, – er stjórnvöld eru reiðubúin að skoða.
* SAPE: https://actionplan.eso-stroke.org/
* Landsfulltrúar: https://actionplan.eso-stroke.org/national-coordinators/