Aðalfundargerð 2022

Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í húsnæði Öryrkjabandalagsins, Sigtúni 42 Reykjavík, laugardaginn 26. mars kl. 13:00.  Nettenging til Akureyrar.  Tíu mættir í Sigtúnið og þrír á Akureyri.  Dagskrá lögð fram skv. lögum félagsins:   

Dagskrá aðalfundar.  

 1. Skýrsla stjórnar félagsins.
 2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
 3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
 4. Kosning stjórnar.
 5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
 6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
 7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
 8. Önnur mál.

Formaður Þórir Steingrímsson setti fund og gerði tillögu um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og Baldur Kristjánsson sem fundarritara.  Hvortveggja var samþykkt athugasemdarlaust.  Engar athugasemdir komu fram við dagskrá fundarins eða boðun hans.  Gísli Ólafur tók við fundinum og gengið var til dagskrár.  Gaf Þóri Steingrímssyni orðið með skýrslu stjórnar:  Skýrslunni var dreift skriflega og fylgir hún hér með.

 • Skýrsla stjórnar félagsins.
  ,,Enn setti Covid-19 heimsfaraldurinn félagsstarfsemi félagsins úr skorðum, er varðar hina reglulegu og mánaðarlegu félagsfundi, samkomur, jafningjafræðslu og reynt var að halda þessari starfi áfram í gegnum samfélagsmiðla, t.m. með fjarfundum o.s.frv..  
 • MARKMIÐ Heilaheilla hefur á s.l. ári 2021, eins og undanfarin ár, verið að unnið hefur verið að hagsmunum landsmanna er hafa orðið fyrir slagi [heilablóðfalli], aðstandenda, fagaðila og þeirra er hafa áhuga á málefninu, og unnið að forvörnum, skjótri meðhöndlun til að koma í veg fyrir frekari skaða, endurhæfingu og leitast er við að hafa samstarf við alla þá er láta sig málið varða.
 • STARF: Megin starfsemin fer fram í Reykjavík og á Akureyri. Akureyrardeildin er öflug og hafa verið góðir fundir á Greifanum á Akureyri.
 • STJÓRN: Stjórn félagsins er skipuð af Þóri Steingrímssyni, formanni; Páli Árdal, gjaldkera; Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni, ritara í aðalstjórn; Kristínu Árdal og Sædísi Þórðardóttur varamönnum.
 • STUÐNINGUR: Félagið hefur fengið góðan stuðning talmeinafræðinganna Þórunnar Hönnu Halldórsdóttur forstöðutalmeinafræðings á Reykjalundi og aðjúnks í talmeinafræði við Háskóla Íslands og Ingunnar Högnadóttur, Akureyri, er heldur úti heimasíðu um málstol. Þá hafa þau Marianne Elisabeth Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur lagt félaginu lið með þátttöku sinni í “tengslaneti” fagaðila um slagið, sem eru orðnir um á annan tug einstaklinga, sjúklinga og fagaðila, víðsvegar um landið. Kunnum við þessu fólki miklar þakkir fyrir.
 • ÁTAKSVERKEFNI: Á árinu 2020 tók félagið þá ákvörðun að taka þátt í evrópskri aðgerðaráætlun, þar sem fagaðilar og sjúklingar taka höndum saman er varðar heilablóðfallið.
 • SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe) er byggð á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og
 • SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum skv. sérstöku áhættumati. Félagið leggur áherslu á að mynduð verði samtök með fagaðilum hér á landi og yfirvöld undirriti sameiginlega viljayfirlýsingu Evrópuþjóða um baráttuna gegn heilablóðfalli til ársins 2030. Hefur yfirstjórn Landspítalans boðað til fundar með umsjónarmönnum SAP-E hér á landi um málefni átaksins í apríl n.k., – en þeim er boðið til ráðstefnu samtakanna í maí n.k..
 • FÉLAGSSTARFIÐ: Margir þekktir listamenn hafa heimsótt félagið á undanförnum árum og hafa stutt gott málefni án endurgjalds og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir. Í upphafi ársins 2020 hélt félagið félagsfundi að Sigtúni 42, Reykjavík og á Glerárgötu á Akureyri.
 • STARFSEMIN: Félagið er með aðild að ÖBÍ; í samstarfi við LSH;
 • SAMTAUG, Hjartaheill, m.a. í því er nefnist GoRed og Hjartavernd og hefur Kristín Árdal verið fulltrúi félagsins í því samstarfi. Félagið er nú með formennsku í Nordisk Afasiråd 2021-2023 og hefur Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, gjaldkeri, verið fulltrúar félagsins í því starfi. Regluleg samskipti félagsins við félagsmenn, önnur félög og almenning eru:
 • Heimasíðan með fréttir og upplýsingar um slagið
 • Tölvupóstur til félagsmanna og almennings
 • Póstlisti til félagsmanna o.fl.
 • Fésbókarsíður, viðburðir o.fl.
 • YouTube fræðslumyndbönd o.fl.
 • Árleg samvinnuverkefni Hjartaheill / Hjartavernd/GoRed
 • Árlegt samvinnuverkefni Hjartadagshlaupið – Hjartaheill / Hjartavernd
 • Slagorð, blað félagsins
 • Bæklingar um forvarnir o.fl.
 • Heila-app í samvinnu við ÖBÍ og stuðnings Velferðarráðuneytisins
 • Málstolverkefni í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið
 • LSH (undirritað samkomulag um gagnkvæma samvinnu um fræðslu)
 • B-2 (Taugalækningadeild)
 • Kristnes Akureyri (óformlegt samband)
 • Reykjalundur (óformlegt samband s.s. við talmeinafræðinga)
 • Erlend samskipti hafa verið óbreytt, er hafa gefist vel: • SAFE (Stroke Alliance for Europe) – Sjúklingasamtök á Evrópusvæðinu • SAP-E (Stroke Action For Europe) – Samstarfsverkefni við fagaðila • NORDISK AFASIRÅD – formennska 2021-2023 – (Norræn samtök) Að lokum óskum við félagsmönnum góðs gengis og að þrátt fyrir slagið, – ítrekum við að “Áfall er ekki endirinn!”
 • Reikningar félagsins.    
  Páll Árdal kynnti þá.  (Reikningar eru aðgengilegir á heimasíðu félagsins.
  ) Umræður urðu um félagsgjöld.   Hvað þau innheimtust illa (Aðeins þrír greiddu á síðasta ári).  Fram kom að greiðsla félagsgjalda er valkvæð skv. lögum. Fólk fer ekki af skrá fyrr en eftir andlát.  Ástæða lélegrar innheimtu er sú að bankar taka meira en góðu hófi gegnir fyrir það að senda út rukkun og ítrekanir.  Tap verður á slíkri innheimtu.  Samþykkt var að stjórn (formaður) skyldi senda út ákall til félagsmanna, ótt og títt, í tölvupósti, að greiða félagsgjaldið.  Koma mætti og upp hnappi á heimasíðu.  Reikningar voru samþykktir samhljóða.  Skýrsla formanns var afgreidd með lófataki.
 • Lagabreytingar.
  Engar slíkar lágu fyrir fundinum
 • Kosning stjórnar.    
  Ekki er kosið til stjórnar eða formanns á þessu ári skv. lögum félagsins, þ.e. engin kjörtímabil eru runnin út
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  Fundarstjóri gerði tillögu um Val
  gerði Sverrisdóttur og Þór Sigurðsson sem verið hafa skoðunarmenn.  Ekki komu fram fleiri uppástungur. Þau samþykkt sem skoðunarmenn, einróma
 • Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar. 
  Skrifleg fjárhagsáætlun lá ekki fyrir. Fundarstjóri, í samræmi við hefð sem myndast hefur, og í samráði við formann,
  kvað starf næsta árs myndi byggjast á tekjum félagsins og fyrirliggjandi verkefnum
 • Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
  Formaður gerði grein fyrir því að stjórnarmenn tækju sæti í tilfallandi nefndum, Valgeir og Þór væru endurskoðendur og Þórunn, Ingunn, Btyndís og Marianne tækju að sér ráð og nefndir varðandi málstol.  Samþykkt.  Listi yfir fólkið fylgir.
 • Páll Árdal
 • Baldur Benedikt E Kristjánsson 
 • Þórir Steingrímsson 
 • Kristín Árdal
 • Sædís Björk Þórðardóttir
 • Valgerður Sverrisdóttur
 • Þór Sigurðsson
 • Þórunn Hanna Halldórsdóttir  * Málstol + NAR
 • Ingunni Högnadóttur * Málstol + NAR
 • Bryndís Bragadóttir * Málstol
 • Marianne Elisabeth Klinke – SAP-E + ANGELS
 • Björn Logi Þórarinsson – SAP-E
 • Önnur mál.  Vakin var athygli á heimasíðu Ingibjargar Högnadóttur um málstol og 250 þúsund króna framlagiHeilaheilla til hennar.  Tillaga fundarstjóra um óbreytt félagsgjald 1000 kr. á ári samþykkt samhljóða.

Formaður fór yfir samskipti sín og stjórnar við Svandísi fyrrum Heilbrigðisráðherra og Runólf Pálsson forstjóra Landspítala.  Hvortveggja vararðandi SAPE.  Um þetta er vísað nánar tilfundargerða stjórnar á vef Heilaheilla.

Fundi slitið kl 14:05

Baldur Kristjánsson.
Fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur