Fundur nr.8

Tengslanet SAP-E

Fundur var haldinn í Furuhlíð, húsakynnum Landspítala Íslands kl.10:00 20. apríl 2022 milli framkvædastjórnar spítalans og talsamanna SAP-E á Íslandi, þeirra Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA og Björns Loga Þórarinssonar, lækni, lyf- og taugasérfræðings.  Þar kom fram mikill vilji hjá fundarmönnum að taka þátt í framkvæmd SAP-E.

HEILAHEILL hefur tekur þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunarinnar SAPE, (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum er varðar heilablóðfallið.  Með þessu samkomulagi er HEILAHEILL formlegur aðili SAPE og er hafin samvinna við fagaðila hér á landi um það, skv. sérstakri greiningu. Lögð er áhersla á að einstaklingarnir njóti samræmis hvar sem þeir á landinu búa.

Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, læknir, lyf- og taugasérfræðingur, eins og áður sagði, funduðu með forstjóra Landspítalans Runólfi Pálssyni 20. apríl 202, ásamt framkvæmdastjórninni, Karli Andersen sérfræðingi í lyflækningum og hjartalækningum og yfirlækni Hjartagáttar; Önnu Bryndísi Einarsdóttur deildarlækni á Taugadeild Landspítalans B2; Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra og ritara fundarins og Má Kristjánssyni, forstöðumanni lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans. Þykir sýnt að SAP-E verkefnið sé nú komið í farveg innan spítalans með aðkomu félagsins og hafið er undirbúningsstarf, sem á að verða til þess að gefin verði út yfirlýsing á alþjóðadegi slagsins (heilablóðfallsins) 29. október 2022.

Eftir fundinn ritaði Björn Logi Þórarinsson, læknir, lyf- og taugasérfræðingur, inn færslu á tengslanetið:

  • Sæl öll og gleðilegt sumar 🙂
  • Það er gaman að segja frá því að ég og Þórir sem störtuðum þessu fyrir hönd ESO, þ.e. verkefninu Stroke Action Plan ín Europe á Íslandi. Höfum átt hvata að tveim hlutum síðustu daga. Í fyrsta lagi þá er hluti Action Planinu og mikilvægur þáttur í framgöngu verkefnisins að til staðar sé fagfélag um stroke, til hliðar og í samstarfi við Heilaheill. Innan blandaða hópsins hér er allmargt fagfólk sem við Þórir töldum lykilpersónur. Við töldum rétt að fara með málið áfram og byrja að mynda vísi að skilgreindum faghóp sem vonandi verður með tímanum og í gegnum SAPE vinnuna að öflugu Íslensku fagfélagi. Slíkur hópur þarf tímabundinn talsmann/andlit. Við töldum Finnboga jakobson vera besta kostinn af mörgum ástæðum, við ræddum það við allnokkra og í kjölfarið heyrðum við í Finnboga og honum var bæði ljúft og skylt að taka að ser að vera málsvari samstarfshóps fagfólks. Hér með sting ég upp á því í þessum hóp ásamt Þóri að Finnbogi verði fyrst um sinn talsmaður samstarfshóps fagfólks, síðar mun þessi hópur verða formlegri og vonandi verða að félagi með formlegri umgjörð síðar. Finnbogi yrði þá fyrst um sinn talsmaður fagfólks í vinnunni sem er framundan varðandi Action Plan for stroke in europe.
  • Næsta sem er ekki síður gleðilegt er að við Þórir áttum fund um verkefnið í gærmorgun með Forstjóra LSH, Runólfi Pálssyni, Forstöðumönnum Lyflækninga, tauga og endurhæfingarsviðs ásamt Forstöðumanni sem er yfir hjartasviði, þeim Karl Andersen og Má Kristjánssyni ásamt Önnu Bryndísi, settum yfirlækni taugadeildar auk ritara forstjóra henni Önnu Sigrúnu Baldursdóttur. Þessi fundur gekk algjörlega vonum framar og ég held ég geti sagt að Landspítalinn ætli að taka fullan þátt í þessu vekefni og gera það að sínu. Það var mjög greinilegt að framfarir í meðferð og öllu sem snýr að slagsjúklíngum er Landspítala hjartans mál og þau vilja setja það á oddinn. Þetta er mikill sigur fyrir framgang verkefnisins.
  • Það voru teknar ákvarðanir um næstu skref sem eru að Anna Bryndis, ég, Þórir, talsmaður fagfólks Finnbogi og Marianne mundum hittast til að finna framkvæmdarhóp verkefnisins en sá hópur mun halda um verkefnið næstu 8 ár, í hópnum verða fagfólk og einstaklingar frá heilaheill. sum af ykkur verða beðin um að vera í þessum hóp en hann verður ekki stor. Landspítalinn mun í framhaldi skipa og fela verkefnastjóra að starfa með þessum hóp . Fyrsta stóra verkefnið verður að búa til Landsáætlun við slagi á Íslandi (National stroke plan) sem er framtíðarsýn um bestu þjónustu við sjúklinga óháð búsetu, tíma veikinda etc. Það er hvað sjáum við fyrir okkur að séfyrirmyndastaðan eftir 8 ár á íslandi. Allir í þessum hóp hér, þ.e. tenglsnetinu munu koma að þessari vinnu. Þið eruð fólkið ásamt nokkrum utan þessa hóps sem munuð móta framtíðarsýnina og í kjölfarið innleiða hana.
  • Til hamingju og gleðilegt sumar 🙂

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur