SAPE – 23. mars 2022

Þeir Björn Logi Þórarinsson lyf- og sérfræðingur í taugalækningum á Landspítalanum (ESO)  og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA (SAFE) hafa gegnt því hlutverki að vera talsmenn (coordinators/stakeholders) samtakannana SAP-E (Stroke Action Plan Europe) hér á landi, funduðu í dag um framhald vinnunnar. Fyrir dyrum er áætlaður fundur í apríl með yfirstjórn LSH og þeirra um SAP-E og næstu skref, en þeim hefur verið boðið til ráðstefnuhalds í Lyon, Frakklandi, 3-6 maí n.k. þar sem átakið verður á dagskrá.  Enn sem komið er eru engin formleg samtök fagaðila sérstaklega um heilablóðfallið, en HEILAHEILL er formlegur aðili að SAP-E, sem aðildarfélag að SAFE.  Síðasti áfangi átaksins fyrir þetta stóra samevrópska frumkvæði verði að lokum með opinberri yfirlýsingu stjórnvalda “Stroke Action Plan Europe” til að sýna fram á skuldbindingu hvers lands fyrir sig til 2030. Lögð er á það áhersla að þeir fagaðilar sem annast heilbrigðisþjónustuna og þeir, er njóta hennar, sjúklingar, tali saman með formlegum hætti og svari SST, (Stroke Service Tracker https://youtu.be/FEnRk0RUaxY ). Hefur Björn Logi Þórarinsson sinnt þessum þætti.

  • GREINARGERÐ:
    Það er ýmislegt sem er ekki sambærilegt hér á landi miðað við aðrar þjóðir vegna stærðar og fólksfjölda og Landlæknisembættinu er velkomið að fylgjast með og fá upplýsingar um hvað vantar uppá og hvað ekki.  Spurningin er aftur á móti sú hvort sá fagaðili, sem er öllu nær um meðferð heilablóðfalls hér á landi, þ.e.a.s. heilbrigðisþjónustan, – og litið er á Landspítalann sem miðpunkt hennar, – hafi burði til að setja á laggirnar einhvern samráðshóp fagaðila og sjúklinga, sem er lykilatriði innan SAPE.  Þetta er nokkuð sem skiptir HEILAHEILL miklu máli og þætti vænt um, ef hægt væri að koma slíkum samráðshópi á!
  •       C 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur