Sérstök “Stroke deild” á B2?

Miðvikudaginn 4. október 2006 var fyrsti fyrirlesturinn á vegum taugadeildar B2 á LSH, fyrir starfsfólk á B2 og Lyf 1 og sem liður í fræðsluátaki sem SAMTAUG er þátttakandi í.  Heilaheill er fyrsti aðilinn til þess að nýta sér þessa fræðslu og flutti Jón Hersir Elíasson, læknir, fyrirlestur um heilablóðfall, ýmislegt mikilvægt um “stroke”, rannsóknir og meðferð við “akút stroke” og svo voru umræður á eftir.  Lagði hann áherslu á sérstaka sérhæfingu starfsfólks innan deildarinnar, þar sem rannsóknir sýndu framá að slíkt fyrirkomulag skilaði marktækum árangri.  Góð þátttaka var á þessum fyrirlestri. 

Næsti fræðslufundur verður þriðjudaginn 10. október 2006 kl. 14.00 – 15.00 og verður fjallað um af hverju er mikilvægt að vera með sérstaka “stroke deild”.  Hver verður stefna á LSH varðandi framtíðar “strokemeðferð” ?  Þau Einar Már Valdimarsson, læknir, og hjúkrunarfræðingarnir Sólrún Ragnarsdóttir og Marianne Klinke fjalla um það.  Fræðslan verður í fundarherbergi fyrir framan B2, Fossvogi fyrir starfsfólk B2 og starfsfólk frá Lyf 1 ásamt félögum í Heilaheill.  Félagar Heilaheilla eru hvattir til að koma á fyrirlesturinn og nýta sér þessa fræðslu.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur