Fimmtudaginn 28. maí tóku þau Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA þátt í stjórnar-fjarfundi NORDISK AFASIRÅD í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Tengdist fundurinn til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og rætt var um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum. Fyrir fundinum lá fyrir að Ísland veitti ráðinu forystu á árunum 2021-2023. Var ákveðið að á næsta fundi stjórnarinnar í lok september n.k., lægi fyrir áætlun frá Íslandi um af því geti orðið. Var einnig rætt um að félög talmeinfræðinga á Norðurlöndum ætlaði sér að halda ráðstefnu hér á landi á næsta ári og væri því tilvalið að hafa stjórnarfund í ráðinu á sama tíma. Byði það upp á gott tækifæri fyrir málstolssjúklinga hér á landi að taka þátt í því undirbúningsstarfi sem yrði skemmtilegt og viðamikið og er öllum velkomið að taka þátt. Þá er lögð er sérstök áhersla á að ráða einstakling í verkefnið sem fyrst, er hefur góð tök á einhverju norðurlandamálanna og hefur reynslu í formlegum samskiptum er varðar skipulag og umsóknir til opinberra aðila. Ekki er skilyrði að þessi einstaklingur sé félagi í HEILAHEILL, en sakaði ekki að hafi einhverja þekkingu á málefninu! Þeir sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, – að vinna að þessu góða verkefni, sendi erindi um það á netfangið: heilaheill@heilaheill.is. Upplýsingar eru veittar í síma 8620 5585.