Tekur Ísland formennsku í NORDISK AFASIRÅD á næsta ári?


Fimmtudaginn 28. maí tóku þau Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA þátt í stjórnar-fjarfundi NORDISK AFASIRÅD í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík.  Tengdist fundurinn til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og rætt var um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum.  Fyrir fundinum lá fyrir að Ísland veitti ráðinu forystu á árunum 2021-2023.  Var ákveðið að á næsta fundi stjórnarinnar í lok september n.k., lægi fyrir áætlun frá Íslandi um af því geti orðið.  Var einnig rætt um að félög talmeinfræðinga á Norðurlöndum ætlaði sér að halda ráðstefnu hér á landi á næsta ári og væri því tilvalið að hafa stjórnarfund í ráðinu á sama tíma.  Byði það upp á gott tækifæri fyrir málstolssjúklinga hér á landi að taka þátt í því undirbúningsstarfi sem yrði skemmtilegt og viðamikið og er öllum velkomið að taka þátt.  Þá er lögð er sérstök áhersla á að ráða einstakling í verkefnið sem fyrst, er hefur góð tök á einhverju norðurlandamálanna og hefur reynslu í formlegum samskiptum er varðar skipulag og umsóknir til opinberra aðila.  Ekki er skilyrði að þessi einstaklingur sé félagi í HEILAHEILL, en sakaði ekki að hafi einhverja þekkingu á málefninu!  Þeir sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, – að vinna að þessu góða verkefni, sendi erindi um það á netfangið: heilaheill@heilaheill.is.  Upplýsingar eru veittar í síma 8620 5585.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur