Þorsteinn Guðmundsson, doktorsnemi í taugasálfræði, leikari, “húmoristi” og verefnastjóri BATASKÓLSNS, heimsótti kaffifund HEILAHEILLA laugardaginn 11. janúar, þar sem hann fór yfir hugðarefni sín er varðar þunglyndi og kvíða eftir áfall. Fundarmenn nutu ókeypis kaffiveitinga á meðan og létu fara vel um sig í upphafi árs. Þótti þeim erindi Þorsteins allfróðlegt, bæði slagþolendum og aðstandendum. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, tók Þorsteinn til máls og ræddi við fundarmenn út frá sinni eigin reynslu um hugarheim þeirra er verða fyrir áfalli. Nokkrar fyrirspurnir voru lagðar fram, er hann svaraði greiðlega.