Grensásdeild er ekki bara stofun,- heldur er hún það fólk, sem þar vinnur! Þeir heila-blóðfallssjúklingar er þar hafa verið í endurhæfingu eftir afleiðingar slags, eiga mikið að þakka því starfsfólki er þar vinnur! Byggt á þekkingu og reynslu í hálfa öld! Langt mál yrði að rekja sögu deildarinnar, en endrum og eins hefur starfsemin hennar verið rekin með miklum sóma og hefur margur náð undraverðum árangri á þessu tímabili. Er deildin fyllilega sambærileg á við það sem gerist best í Evrópu. Mikilvægt er að stjórnvöld geri sér betur grein fyrir þeim fjárhagslega ávinningi sem hlýst af starfseminni þar. Eins og Gunnar Finnsson, fyrrum formaður Hollvina Grensáss vann að og hugsaði í lausnum. Alþjóð man eftir söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“. Þar var hann í broddi fylkingar og sem rekstararhagfræðingur lagði fram oft á tíðum rök fyrir arðsemi þess að stækka og efla Grensásdeildina. Hann lagði fram við stjórnvöld „að fötlun væri til fjár“ og lagði jafnframt fram fjárhagsleg rök fyrir því að hið opinbera ætti að huga betur að endurhæfingu einstaklingsins og koma honum sem fyrst út í atvinnulífið á ný og gera hann þannig að virkum þjóðfélagsþegni, er greiddi sína skatta, í stað þess að vera bótaþegi samfélagsins. Hann lýsti HEILAHEILL með eftirfarandi hætti: Heilaheill hefur víðfeðmara starfssvið en Hollvinirnir. En saman eigum við þá ósk að sjá stækkun og endurbætur á Grensásdeild,sem skipt getur sköpum í að gera sem flestum, sem hafa hlotið heilaskaða eða af annarri ástæðu þurfa langrar endurhæfingar við, til að ná því persónulega sjálfstæði,sem við öll sækjumst eftir. HEILAHEILL óskar Grensásdeild til hamingu með daginn!