Fundur í stjórn Heilaheilla 1. mars 2018 í Oddsstofu, Sigtúni 43, 105 Reykjavík með tengingu norður á Akureyri kl. 17:00.
Mætt. Þórir, Baldur, Kolbrún og Páll fyrir norðan. Haraldur boðaði forföll.
Einnig mættur Gísli Ólafur Pétursson fundarstjóri á aðalfundi.
Fundarstjóri og formaður lögðu blessun sína yfir fundargerð aðalfundar.
- Skipan stjórnar. Samþykkt að Kolbrún yrði gjaldkeri og rætt um að stórnin fengi sér utanaðkomandi bókara. Kolbrún baðst undan gjaldkerastarfinu.
- Rætt um fyrirkomulag greiðslna, m.a. hvort að formaður ætti að hafa greiðslukort frá félaginu. Ekki náðist niðurstaða.
- Fundi slitið og ákveðið að hittast aftur fljótlega.
Fleira gerðist ekki,
Baldur Kristjánsson ritari.