Þórir Steingrímsson (ÞS), formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson (BLÞ), lyf- og taugalæknir.
Dagskrá:
- TILEFNI FUNDAR.
ÞS boðaði til fundarins, er hann kvað vera til að byrja með, á vegum HEILAHEILLA um undirbúning og stofnun vinnuhóps/nefndar eins og kveðið er á um í samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) með vinnuheitinu SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe) þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að samkomulaginu skv. sérstakri greiningu og var það samþykkt. - UMSJÓNARMENN/TALSMENN
ÞS lagði til að þeir BLÞ sammæltust um að gerast umsjónarmenn/talsmenn vinnuhóps/nefndar (national coordinators) eins og kveðið er á um verkefninu. Samþykktu þeir að vinna skv. samvinnu sjúklingafélaga og fagaðila á Evrópusvæðinu;- að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
- að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit) ;
- að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
- að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.
- VAL ÞÁTTTAKENDA.
BLÞ kvaðst vilja leita þátttakenda meðal lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra fagaðila er hann taldi hafa áhuga á undirbúningi verkefnisins og var það samþykkt. Til umræðu komu m.a til að byrja með Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga; Páll Ingvarsson læknir á Grensás; Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir á Héraðssjúkrahúsinu á Ísafirði, ásamt öðrum.
- NÆSTU SKREF.
BLÞ lagði til að næsti fundur yrði haldinn 4.-8. janúar 2021 og ÞS sæi um fundarboðið.
Meira ekki rætt.Þórir Steingrímsson ritaði fundargerð