SAPE – Fundargerð fundar 10.12.2020

Þórir Steingrímsson (ÞS), formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson (BLÞ), lyf- og taugalæknir.

Dagskrá:

  1. TILEFNI FUNDAR.  
    ÞS  boðaði til fundarins, er hann kvað vera til að byrja með, á vegum HEILAHEILLA um undirbúning og stofnun vinnuhóps/nefndar eins og kveðið er á um í samkomulagi er samtökin  ESO (
    European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) með vinnuheitinu SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe) þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að samkomulaginu skv. sérstakri greiningu og var það samþykkt. 
  2. UMSJÓNARMENN/TALSMENN   
    ÞS  lagði til að þeir BLÞ sammæltust um að gerast umsjónarmenn/talsmenn vinnuhóps/nefndar (national coordinators) eins og kveðið er á um verkefninu.  Samþykktu þeir að vinna skv. samvinnu sjúklingafélaga og fagaðila á Evrópusvæðinu;

    • að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
    • að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit)  ;
    • að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni   til lífs eftir heilablóðfall;
    • að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli.
  3. VAL ÞÁTTTAKENDA.
    BLÞ  kvaðst vilja leita þátttakenda meðal lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra fagaðila er hann taldi hafa áhuga á undirbúningi verkefnisins og var það samþykkt.  Til umræðu komu m.a til að byrja með Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga; Páll Ingvarsson læknir á Grensás; Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir á Héraðssjúkrahúsinu á Ísafirði, ásamt öðrum.
  4. NÆSTU SKREF.   
    BLÞ lagði til að næsti fundur yrði haldinn 4.-8. janúar 2021 og ÞS sæi um fundarboðið.

    Meira ekki rætt.

    Þórir Steingrímsson ritaði fundargerð

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur