Aðalfundargerð 2021

Aðalfundur Heilaheilla haldinn í húsi Öryrkjabandalagsins 4 september kl. 13.   S mættir og þrír á Akureyri sem tóku þátt með fjarfundarbúnaði.

Þórir formaður Heilaheilla setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Gerði grein fyrir frestunum sem orðið hafa vegna Covid.

Gerði tillögu um Gísla Ó Pétursson sem fundarstjóra. Samþykkt. Fundarstjóri tók við fundinum og gerði tillögu um Baldur Kristjánsson sem fundarrritara. Samþykkt.

 1. Gísli auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundarins.
  Engar komu fram.
 2. Skýrsla stjórnar.  
  Formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar sem hafði verið birt á
  heimasíðu félagsins og er vísað í hana hér.
 3. Árseikningur 2020.
  Páll Árdal gerði grein fyrir honum. Las hann upp. Reikningana er einnig að finna á heimsíðu félagsins.  Reikningarnir eru undirritaðir af stjórn, skoðunarmönnum og fulltrúa Bókhaldsstofuninnar Stemmu.  Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum.  Engar komu fram. BReikningar samþykktir samhljóða.
 4. Lagabreytingar.
  Engar slíkar lágu fyrir.
 5. Kosning stjórnar.  
  Páll
  Árdalog Baldur Kristjánsson gáfu kost á sér sem aðalmenn og höfðu verið kynntir á heimasíðu félagsins. Fleiri gáfu sig ekki fram.  Páll og Baldur kjörnir aðalmenn með öllum greiddum atkvæðum.  Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal gáfu kost á sér í varastjórm og voru sjálfkjörnar. Bryndís gerði grein fyrir málstolskennslu sinni sem hún getur ekki haldið áfram.  Hefur hitt og kennt níu manns á undanförnum árum. Margir þeirra gátu ekki talað en geta nú talað.  Lýsti mikilvægi þess halda þessu starfi áfram.
 6. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
  Tillaga um Valgerði Sverrisdóttur og Þór Sigurðsson og þau sjálfkjörin
 7. Fjárhagsáætlun.
  Páll Árdal gerði grein fyrir henni.
   Liggur ekki fyrir.  Starfið heldur áfram eins og verið hefur og verður greitt fyrir eins og hægt er.  Þessi útlegging fundarstjóra samþykkt.
 8. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
  Formaður hvatti fólk til þess að láta vita ef það vill
  brydda upp á nýjungum.

  ** Kaffihlé

 9. Önnur mál.    
  Formaður bauð nýja stjórn velkomna. Sagði u.þ.b. 
  500 manns á félagskrá en 15 féllu út vegna aðndláts á árinu. Sagði frá kvikmynd um slagið sem frumsýnd verður í Sjónvarpinu sennilega 9. nóvember n.k... Taldi að Heilaheill myndi vaxa ásmegin á komandi árum.  Kolbrún Stefánsdóttir óskaði þeim sem kjörnir voru til hamingju og þakkaði fyrir sig en hún hverfur nú úr stjórn eftir að hafa setið þar frá árinu 2014. Hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Minnti á að nú þyrfti að manna þá pósta sem hún hefði gegnt t.d. GO Red.  Bryndís Bragadóttir gaf heldur ekki kost á sér og þakkaði fyrir sig.

Fleira gerðirst ekki.

Fundi slitið.

Baldur Kristjánsson

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur