Fundargerð stjórnar 13. september 2021

Stjórnar-fjarfundur á ZOOM mánudaginn 13. september kl.17:00!

Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn.(Sjá aðalfundargerð). 

Dagskrá:

 1. Skýrsla
  Formaðurinn opnar fundinn og stjórnarmenn kynntu sig, 
  en tvær nýjar konur koma nú inn í varastjórn.  Það eru Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal. (Sjá aðalfundargerð)
 2. Stjórnin skiptir með sér verkum.    
  Ákveðið var að undirritaður Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson verði áfram ritari og Páll Árdal áfram gjaldkeri.
 3. Fjármál félagsins.  
  Páll gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Allt
  þar virkar eðlilegt og jákvætt. Erum í heildina með rétt um 9 miljónir á reikningum. En fjármögnun Kvikmyndar og Slagorðs gera stöðuna flókna.  Auðvelt er að sjá Ársreikninga á heimasíðu félagsins.
 4. Framundan
  a) Stjórnarfundur NAR.
  Fra
  mundan er stjórnarfundur 5 október, fjarfundur. Til stóð að halda hann í Reykjavík en horfið var frá því vegna Covid stöðunnar.  Til stendur að halda fund í apríl 2022 i Reykjvik.
  b) Staða málstolsins.
  Bryndís Bragadóttir er hætt við jafingjafræðslu sem hún hefur haft á sinni könnu í mörg ár. (sbr. aðalfund).  Vantar aðra manneskju.
  c) Kvikmyndin.
  Myndin
  hefur aðeins frestast.   Stefnt er að því að frumsýna hana 9. nóvember. Getum þá vakið athygli á málefninu.  Umræður urðu um tækifæri.
  d) Slagdagurinn.
  Minnt var
  á að ,,Slagdagur“ er 29. október, föstudagur.
  e) Slagorðið
  Slagorðið er komið langt á leið og verður sent út til félagsmanna o.fl. fyrir slagdaginn.
 5. Önnur mál.       
  *  Páll skýrði frá fræðslufundum sem haldnir hafa verið og verða haldnir í eða nálægt Svæðishöfuðborginni Akureyri.
  *  Formaður skýrði frá því að heilbrigðisráðherra er tilbúin að skrifa undir viljayfirlýsingu SAP-E (Stroke Actionplan For Europe) verði sjónarmiðum hans/hennar um að samræma þurfi framsett markmið við stefnu stjórnvalda og fjárlög hverju sinni mætt. Þórir fór yfir verkefnið sem gengur út á það að bæta viðbrögð og meðferð við slagi.  Meira er um það í fyrri fundargerðum.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið

Baldur Kristjánsson


 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur