Aðalfundargerð 2019

Aðalfundur Heilaheilla haldinn 19. Febrúar 2019 í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Sigtúni 42 í Reykjavík með tengingu norður á Akureyri. 20 voru viðstaddir í Reykjavík og fjórir á Akureyri.
Formaður setti fund og stakk upp á Gísla Ólafi Péturssyni sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.  Gísli Ólafur þakkaði traustið. Og stakk upp á Baldri Kristjánssyni sem fundarritara.  Það var einnig samþykkt.

1. Skýrsla stjórnar félagsins.  
Formaður Þórir Steingrímsson fylgdi henni úr hlaði. Skýrslan hefur verið sett á heimasíðu félagsins og vísast í hana þar. Formaður fór yfir hana og ræddi um eðli félagsins. Fyrst og fremst væri Heilaheill fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gerði appið að umtalsefni. Ræddi samstarf við Landspítalann sem verið hefur vaxandi. Talaði um málstol. 515 manns eru nú í félaginu. Í erlendu samstarfi hefur verið lögð áhersla á Norðurlöndin. Tíundaði fundi, þátttöku Heilaheilla í ýmsum verkefnum.  Gerði að umtalsefni að sjúkdómir þessi (slag) herjaði ekkert síður á konur en karla. Húsmæður væru t.d. í sérstökum áhættuhópi. Skýrslan var greinargóð og vel sundurliðuð. 
2.  Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar félagsins
Reikningarnir voru lagðir fram, undirritaðir af stjórn, félagskjörnum skoðunarmönnum og bókhaldsstofunni Stemmu.  Gjaldkeri Páll Hallfreður Árdal fór yfir þá. Þeir eru einnig á heimasíðu félagsins og er vísað í þá þar.  Tekjur félagsins voru tæpar níu miljónir á árinu 1918 (almannanaksárið) en gjöld rúmar níu. Tap tæpar fjögur hundruð þúsund krónur.  Innstæða á bankabókum er 4.5 miljónir króna.  Nokkrar fyrirspurnir komu fram og leysti Páll úr þeim. Sigurjón Einarsson benti á að félagsgjöld væru illa innheimt. Fram kom í máli formanns að sú hefð hefði skapast í félaginu að engin missti réttindi þó að ekki væru greidd félagsgjöld.  Þau eru nú 1000 krónur á ári og var formlega samþykkt á fundinum að hafa þá upphæð áfram.
Fundarstjóri bar upp  skýrslu stjórnar og reikningana og voru þau samþykkt samhljóða. 
3. Engar lagabreytingatillögur bárust.
4. Kosning stjórnarmanna.
Formaður verður kosinn að ári en tveir stjórnarmenn og tveir varamenn í stjórn höfðu lokið kjörtíma sínum. Fundarstjóri ákvað (eftir uppástungu frá Sigurjóni) að fyrst skyldi kosið um tvo aðalmenn í stjórn þ.e. ritara og gjaldkera.  Baldur Kristjánsson, Páll Hallfreður Árdal og Kolbrún Stefánsdóttir gáfu kost á sér.  Í leynilegri atkvæðagreiðslu fékk Baldur 16 atkvæði, Páll  15 og Kolbrún 11, ógildur seðill var einn og auður einn. Atkvæði greiddu 23, 4 á Akureyri og 19 í Reykjavík.  Baldur og Páll voru því réttkjörnir aðalmenn í stjórn. Í varastjórn gáfu kost á sér Sigurjón, Bryndís Bragadóttir, Kolbrún Stefánsdóttir og Haraldur Ævarsson.  Hlaut Bryndís 19 atkvæði, Kolbrún 16, Haraldur 8 og Sigurjón 1. Auðir seðlar voru 2 og ógildir 1. Varamenn í stjórn voru því réttkjörnir Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir. 25 virðast hafa tekið þátt í kosningunni. 5 á Akureyri og 20 í Reykjavík.  Þau Valgerður Sverrisdóttir og Birgir Henningsson aðstoðuðu fundarstjóra við kosninguna.
5.  Kjör skoðunarmanna reikninga.
Þau Valgerður Sverrisdóttir og Þór Sigurðsson (fjarstaddur) voru endurkjörin félagskjörnir skoðunarmenn reikninga.
6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.  
Engin skrifleg fjárhagsáætlun lá fyrir. Formaður gerði grein fyrir þeim ramma sem starfsemin yrði í á komandi tímabili og ar máli hans fagnað. Engin athugasemd kom fram.
7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Formaður bað þá er vildu sitja t.d. þing Öryrkjabandalagsins að hafa samband við sig.
8. Önnur mál.
Engin
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið
Baldur Benedikt E Kristjánsson ritari

>>>>>

Yfirlýsing ritara: 

Athugasemdir bárust frá Kolbrúnu Stefánsdóttur 19/2 og gleymdi fundarrritari þeirri ætlan sinni að laga fundargerð. Þeir eru gagnlegir vegna þess að þeir eru til áréttingar og lesist með fundargerð. (Birtist fyrir neðan fundargerð). (Auk þess á Kolbrún rétt á að tekið sé tillit til athugasemda hennar).

Umræddur “rammi” taldi ég að formaður hefði talað um að félagið yrði rekið á sömu forsendum og undanfarin ár sem hefðu gefist vel. Samþykkt með lófataki.
Enginn formlegur rammi annar bara á sömu nótum og verið hefði.
Talað var um að sömu aðilar yrðu í sínum málefnum og nefndum sem verið hefði t.d.. Kolbrún  hjá Go Red og Baldur hjá málstolshópnum á Norðurlöndunum os.frv.

Með bestu kveðju.

Baldur

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur