Fundargerð stjórnar 21. febrúar 2019

Stjórnarfundur fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl.17:00 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri. 

Mætt:  Þórir Steingrímsson, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, Páll Árdal (Akureyri) og Bryndís Bragadóttir.  

Fjarv.: Kolbrún Stefánsdóttir

Útsend dagskrá samþykkt í upphafi fundar. 

  1. Formaður gefur skýrslu. Fór yfir niðurstöður aðalfundar.   Febrúarmánuður fór í að undirbúa aðalfundinn. Bauð nýjan stjórnarmann Bryndísi Bragadóttur velkomna.
  2. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Baldur Ermenrekur kjörinn ritari, Páll Árdal gjaldkeri og varamenn í stjórn eru þær Kolbrún Stefánsdóttir sem hafði boðað forföll og Bryndís Bragadóttir.
  3. Fjármál félagsins. Páll fór yfir stöðuna. Vísað er til aðafundargerðar, en lítið sem ekkert hefur breyst síðan þá.
  4. Ákvörðun um siðareglur.  Formaður fylgdi úr hlaði tillögum er hann lagði fram. Lagði áherslu á að trúnaður ríkti meðal félagsmanna. Sjá ennfremur formála að siðareglum. Farið var yfir siðareglur Öryrkjabandalagins og samþykkt var að Heilaheill gerði að sínum. Sjá siðareglur á heimasíðu.
  5. Endurskoðun á útgjöldum félagsins er lögð fóru fram.  
    • Samþykkt var að greiða formanni 1.130.000,- kr á ári sem er óveruleg hækkun frá 1.1000.000,- kr..  Samningurinn við formann frá 11. Febrúar 2016 lá fyrir og var ekki sagt upp og er óbreyttur. 
    • Samþykkt var að Páll fengi greitt á mánuði 15.000 fyrir bensín og tölvutengingu. Hann sér auk þess að vera gjaldkeri um félagsstarfið á Akureyri. 
    • Samþykkt var að dagpeningar vegna ferðalaga erlendis yrðu 16.000 kr. Í stað 14.665.
    • Samþykkt var að hefja aftur jafningjamálstolsþjálfun, a.m.k. einu sinni í viku, undir stjórn Brynísar Bragadóttur með sömu kjörum og áður, eða 9.000,- kr. fyrir hverja æfingu, (2 klst.+ ferðir).
    • Samþykkt að greiðsla vegna stjórnarsetu verði áfram 10.000 krónur fyrir hvern fund og greiðsla fyrir fyrirlestra á vegum félagsins yrði 25 þúsund krónur.
    • Samþykkt að setja aftur í gang jafningja-málstolsþjálfun undir stjórn Bryndísar Bragadóttur, er hún hefur áður gengi, a.m.k. enu sinni í viku með sömu kjörum og áður.
  6. Flettiskiltið. Marianne Elisabeth Klinke, hjúkrunarfræðingur, er hefur haft forgöngu um, ásamt Heilaheill, að leita álita 20 lækna um útgáfu þess.  Komið er að því að hleypa prentvélum í gang.
  7. Önnur mál. 
    • Páll spurði um reikning frá Leturprenti að upphæð  kr. 142.600,-. Formaður upplýsti að um væri að ræða prentun á “Gáttatifarbæklingnum” sem var uppurinn. 
    • Bryndís lagði áherslu að unnið væri að því að efla talkennslu og talæfingu. Samþykkt var að Bryndís tæki upp þráðinn (sjá tl.5 að ofan) og skipuleggði talmeinafundi með svipuðu hætti og áður og á sömu kjörum. 
    • Baldur og Þórir hyggjast funda með Þórunni Halldórsdóttir talmeinafræðingi á næstu dögum. 

Baldur Benedikt E Kristjánsson

ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur