Aðalfundargerð 2024

Aðalfundur Heilaheilla var haldinn í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42 Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar kl. 13:00. Nettenging til Akureyrar.   Fimm mættir í Sigtúnið, þrír á Akureyri og einn á ZOOM .

Dagskrá lögð fram skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins.
  2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
  3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu
  4. Kosning stjórnar.
  5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
  6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
  7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
  8. Önnur mál.
  1. Skýrsla stjórnar félagsins:
    Formaður Þórir Steingrímsson setti fund og gerði tillögu um Pétur Bjarnason sem fundarstjóra og Sædísi Björk Þórðardóttir sem fundarritara. Hvortveggja var samþykkt athugasemdarlaust. Engar  athugasemdir komu fram við dagskrá fundarins eða boðun hans. Pétur tók við fundinum og gengið var til dagskrár. Þórir Steingrímsson fékk orðið og kynnti skýrslu stjórnar. En hana má lesa á. þessari slóð: https://heilaheill.is/arsskyrsla-2024/. Einnig nefndi Þórir að slagþolar og aðstandendur geti leitað til Heilaheill til að fá upplýsingar.  Hér má sjá myndband um einkenni heilaslags:  https://www.facebook.com/Landspitali/videos/1378326149709693
  2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar:
    Páll Árdal, gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu félagsins.  Hér má sjá ársreikninga Heilaheilla fyrir árið 2023:  https://heilaheill.is/wp-content/uploads/2024/02/Reikningarnir-Undirritadir.pdf.  Engar fyrirspurninir eða athugasemdir komu fram um skýrslu formanns eða yfirferð ársreiknings hjá Páli. Því voru skýrsla og ársreikningur samþykkt af öllum fundargestum.
  3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu:
    Engar tillögur lágu fyrir.
  4. Kosning stjórnar:
    Stjórn Heilaheilla var kosin að hluta aftur.  Baldur lét af störfum í stjórn og í hans stað koma Gísli Geirsson. Er því stjórnin þannig núna: Þórir Steingrímsson formaður, Páll Hallfreður Árdal gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari og meðstjórnendur Kristín Árdal og Gísli Geirsson. Baldri þakkað fyrir góð störf í þágu Heilaheilla.
  5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga:
    Stungið var upp á þeim Þór Sigurðssyni og Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni og voru þeir samþykktir samhljóða.
  6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar:
    Páll Árdal, gjaldkeri, kvaðst vilja leggja hana fyrir stjórn, samkvæmt venju og var það samþykkt.
  7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir:
    Lagt var til að þessu væri vísað til stjórnar og var það samþykkt.
  8. Önnur mál:
    Engin.  Rólegt var yfir þessum lið, formaður sleit því fundi kl.13.45 og fundarmenn fengu sér kaffiveitingar.

            

    Sædís Björk Þórðardóttir fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur