Miðvikudaginn 4. október 2006 var fyrsti fyrirlesturinn á vegum taugadeildar B2 á LSH, fyrir starfsfólk á B2 og Lyf 1 og sem liður í fræðsluátaki sem SAMTAUG er þátttakandi í. Heilaheill er fyrsti aðilinn til þess að nýta sér þessa fræðslu og flutti Jón Hersir Elíasson, læknir, fyrirlestur um heilablóðfall, ýmislegt mikilvægt um “stroke”, rannsóknir […]
Ákveðið hefur verið að halda málþing HEILAHEILLA að Hótel Sögu , A-sal laugardaginn 21 október 2006 undir heitinu: “Áfall, en ekki endirinn!” Í málþingsnefnd Heilaheilla sátu Ingibjörg Sig.Kolbeins, hjúkrunardeildarstjóri, LSH, Ingólfur Margeirsson, blaðafulltrúi Heilaheilla, Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur LSH og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla. 09:00 – 09:10 Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setur þingið. 09:10 – 09:30 […]
Málþing HEILAHEILLA var haldið í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, laugardaginn 21. október s.l undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!”. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, setti þingið og tók Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, við fundarstjórn. Að loknu ávarpi Þóris Steingrímssonar, formanns Heilaheilla, voru haldnir fyrirlestrar. Sérfræðingar hver á sínu sviði, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi héldu […]
Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi, og taugaræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar annast aðstoð sem hamlar sjúklingi daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu máli á ný. Sjúkraþjálfari […]
Lífið býður upp á ótal tilviljanir sem svo eins og koma af sjálfu sér og verða til baka litið eins og eðlileg framvinda atburðanna. Þetta flaug mér í hug þegar hann Þórir vinur minn og félagi bað mig segja eitthvað frá tilurð Félags heilablóðfallsskaðaðra, undanfara Heilaheilla. Tilviljun að hluta varð nefnilega til þess að ég […]
Hvernig getum við hjálpað fólki sem er nýbúið að fá slag? Við sem höfum fengið slag, könnumst við þá einmanalegu tilfinningu að vakna upp á endurhæfingarspítala vitandi vart í þennan heim eða annan. Með tímanum, þegar við náum áttum, sækja hugsanir að okkur, flestar óþægilegar; hvað verður nú um mig? Er ég sloppinn úr lífshættu? […]
Svavar Geirsson (54) sem fékk heilablóðfall sýnir framfarir í hvert sinn sem hann fer til meðferðar í Ulvik. [Nýleg umfjöllun í norsku blaði] Svavar fékk hjálp í Ulvik Þessi vingjarnlegi Íslendingur hefur uppgötvað að hann getur sameinað tvennt sem hann hefur mikla ánægju af. Það er að heimsækja dóttur sína sem býr í Ulvik og […]
HEILLARÁÐ samanstendur af fulltrúum deilda og kom saman miðvikudaginn 23. maí á LSH Fossvogi. Bar margt á góma og m.a. að félagið væri að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir heilaskaða af völdum slags, það er sama hvar á landinu það er. Þá vinnur það að innbyrðis kynningu meðal sjúklinga og […]
11. ágúst er dagurinn! Við ferðumst í HEILAHEILL og áætlunin er þessi: Kl. 10:00 Frá Hátúni 12 og farið verður sem leið liggur yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði, til Stokkseyrar um Selfoss, síðan Veiðisafnið og Þuríðarbúð á Stokkseyri og Kirkjan og Húsið á Eyrarbakka. Kl 12:00 Hádegisverður með sjávarréttasúpa í veitingahúsinu Hafið Bláa við Ölfusárósa og […]
Eins og ykkur er kunnugt um verður Reykjavíkurmaraþon Glitnis næsta laudagardag, þann 18.08.2007, og í tengslum við hlaupið gefst starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um 500 kr. á hvern hlaupin km. Einnig gefst fyrirtækjum og einstaklingum sem ekki geta / kjósa að hlaupa en vilja […]





