Þeir Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA og séra Baldur B. E. Kristjánsson, stjórnarmaður, héldu fyrirlestra fyrir starfsmenn Heilsuhælisins í Hveragerði 28. apríl 2022. Þar með er hafin enn og aftur herferð til að kynna fyrir landsmönnum fyrstu einkenni heilablóðfallsins, minnka alvar-legar afleiðingar þess, með skjótum viðbrögðum. Bent var á sparnaðinn fyrir samfélagið, – að slagþolinn upplifi sig ekki sem baggi á því, – heldur búbót!
Eins og áður hefur komið fram hefur félagið einsett sér að kynna mikilvægi skjótra viðbragða er áfallið dynur yfir í samvinnu við bráðaþjónustuna! Þeir sem hafa áhuga á kynningu um forvarnir, inngrip heilbrigðisþjón-ustunnar og endurhæfingu er velkomið að hafa samband við félagið í síma 860 5585 eða netfangið heilaheill@heilaheill.is.