
17. maí sat formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, glæsilegan ársfund Landspítalans 2019, í Silfurbergi Hörpu, þar sem farið var yfir rekstur hans og á hvaða stigi byggingar hans væru og þá hver fjárhagsstaðan er. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávapaði fundarmenn á myndskeiði og rómaði starfsfólk og uppgang heilbrigðisþjónustunnar. Í umfjöllun Páls Matthíassonar, fram-kvæmdastjóra spítalans, vöktu ummæli hans um blóðsegabrottnám athygli og rakti hann ýmsa þætti um það á persónulegum nótum! Mátti skilja á orðum hans, að hér væri um byltingu að ræða í meðferð heilablóðfallssjúklinga og sýnt var myndskeið af viðtali við Björn Loga Þórarinsson, lyf- og taugalækni, er stóð fyrir um myndun teymis innan spítalans er annast segabrottnámsaðferð er HEILAHEILL hefur kynnt á fyrirlestrarferðum sínum um landsbyggðina og hyggst gera það áfram.
