Blóðsegabrottnámið vekur athygli!

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir

17. maí sat formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, glæsilegan ársfund Landspítalans 2019, í Silfurbergi Hörpu, þar sem farið var yfir rekstur hans og á hvaða stigi byggingar hans væru og þá hver fjárhagsstaðan er.  Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávapaði fundarmenn á myndskeiði og rómaði starfsfólk og uppgang heilbrigðisþjónustunnar.  Í umfjöllun Páls Matthíassonar, fram-kvæmdastjóra spítalans, vöktu ummæli hans um blóðsegabrottnám athygli og rakti hann ýmsa þætti um það á persónulegum nótum!  Mátti skilja á orðum hans, að hér væri um byltingu að ræða í meðferð heilablóðfallssjúklinga og sýnt var myndskeið af viðtali við Björn Loga Þórarinsson, lyf- og taugalækni, er stóð fyrir um myndun teymis innan spítalans er annast segabrottnámsaðferð er HEILAHEILL hefur kynnt á fyrirlestrarferðum sínum um landsbyggðina og hyggst gera það áfram.

 

Fundarmenn ræddu málin á fundinum, Marianne Elisabeth Klinke hjúkrunarfræðingur, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga á Landspítalanum, Dr. Helga Jónsdóttir, RN, PhD, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Þórir Steingrímsson, formaður, HEILAHEILLA.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur