Fundargerð stjórnar 15. maí 2019

Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019 kl.17:00 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri.  Allir mættir, Páll í fjarsambandi.

Dagskrá var send út. Er svartletruð í fundargerðinni.  Formaður óskar eftir athugasemdum við dagskrá sem komuekki. Fundur tafðist líttillega, vegna umferðarteppu,hefst kl. 17: 15

1. Formaður gefur skýrslu.  
Þórir fór yfir fundina sem sem haldnir hafa verið frá síðasta stjórnarfundi. Haldinn var vel heppnaður og fjölmennur laugardagsfundur 4. maí þar sem þær Þórunn Erna Clausen og Soffía Karlsdóttir skemmtu og Þórir hélt fyrirlestur. Þórir og Baldur héldu fræðslufund í Búðardal þar sem 20 dalamenn fræddust um appið, félagið og fleira. Formaður gat um rannsóknir Hákons Hákonarssonar en þeim verður gerð skil í Slagorði sem stefnt er að að komi út í september.  Gat þess að Evrópusamstarfsaðilar okkar Safe væri að auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Ræddi um starfið framundan, fyrirhugaða fundi með meiru.
2. Fjármál félagsins.
Að sögn Páls gjaldkera eigum við rúmlega 1.5 miljónir í sjóði. Eigum enn tvær og hálfa miljón útistandandi hjá Öryrkjabandalaginu.Hvorki skýrsla Páls eða þessi endursögn hér gefa tæmandi mynd af fjárhagnum sem virðist góður.
3. Sumarferð HEILAHEILLA.
Hún er vanalega farin í ágúst. Ferðinni í fyrra var aflýst vegna lítillar þátttöku. Ákveðið var að reyna að fara dagsferð í ágúst.  Rætt um auglýsingar þ.m.t. dreifimiða og hugsanlega áfangastaði.  Meðal líklegra staða var Reykjanesið nefnt, Þingvellir, Selfoss og nágrenni, Hellisheiðavirkjun, Mosfellsbær. Páll sagði frá plönum þeirra norðanmanna en þeir fara alltaf í velheppnaðar ferðir í indælu veðri að sögn Páls. Fundarmenn sammæltumst um að senda Þóri hugmyndir.  Rætt um niðugreiðslur á ferðum og hvernig best væri að hagræða greiðslum. Engu var slegið föstu.
4. Fundaráætlun.  
Formaður hefur lagt drög að fundum á Höfn 24. maí og Hólmavík 16. maí . Þá er áætlað að halda tvo eða þrjá fundi fyrir norðan í júní en ljúka fundarhöldum í vor fyrir 17. Júní. Fundarmenn voru sammála um þessa áætlun.

5. Önnur mál.

  • Rætt um Norrænu málstolssamtökn er skýrsla sú sem Addý og Baldur lögðu fran á aðalfundi þeirra í apríl sl. er komin á heimasíðu Heilaheilla. Rætt um formennsku okkar þar 2021 og mögulega styrki til slíks.  
  • Fram kom að það vantar fólk til að hlaupa í ágúst en þá er hlaupið til styrktar góðum málefnum.  
  • Bryndísi var gefið grænt ljós á að ráða manneskju sér til styrktar í mástols kennslu/þjálfun sem hún sér um fyrir Heilaheill og ítrekað var að hún hæfi störf í september.
  • Páll fór fram á það að stjórnarmenn (aðalmenn og varamenn) gerðu athugsemdir varðandi störf stjórnar (bæði fundargerðir og annað) á vettvangi sem allir stjórnarmenn gætu séð og fylgst með. Enginn andmælti því.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 18:30

Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson

fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur