Þegar hafa staðið yfir tökur á kvikmyndinni “Ef heilinn fær slag” og hefur kvikmyndafyrirtækið EPOS ehf., er Páll Kristinn Pálsson fjölmiðlamaður stýrir, haft veg og vanda um gerð hennar. Maður fær slag í óbyggðum, notar Heila-Appið! Kemur Neyðarlínan þá þarna við sögu, björgunarsveitir, sjúkrabifreiðar, bráðaliðar, áhöfn þyrlu, læknar, sérfræðingar í bráðamóttöku spítala o.fl.. Ætlunin er að gefa landsmönnum tækifæri á að sjá, hversu áríðandi það er, að hver sem fær aðkenningu af slagi, láti strax vita af sér í 112!! Noti hann m.a. Heila-Appið sem hægt er að sækja í snjallsíma eða nettengt snjalltæki, er þá með sérstaka tengingu við Neyðarlínuna. Í ráði er að öllum landsmönnum verði gefinn kostur á sjá útkomuna í sjónvarpinu í byrjun nóvemermánaðar. Þá er einnig ætlun félagsins að vekja athygli almennings á að þekkja helstu einkenni heilablóðfallsins undir upphafsstöfunum S-L-A-G og bregðast rétt við! Hafa starfsmenn Markaðsmanna ehf stutt þetta verkefni með starfsemi sinni og gert þetta mögulegt.
Þá er í ráði að vekja athygli almennings á þessu málefni í “SLAGORÐINU” sem er ársrit félagsins með miklum fróðleik, sem Pétur Bjarnason, ritstýrir, en hann hefur áratuga reynslu í félagsmálum, fræðslustjórn, þingmennsku, bókaútgáfu, ritstjórnum o.s.frv., er verður væntanlega gefið út í október, í tengslum við alþjóðlega slagdaginn 29. október.