Stokkhólmur gaf tóninn um “Alþjóðlega slagdaginn”!

Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, gjaldkeri, sátu SAFE-ráðstefnu (Stroke Alliance for Europe) í Stokkhólmi miðvikudaginn 26. júní S.l..  Eins mörgum er kunnugt að þá eru samtökin samsett einungis af sjúklingafélögum 47 Evrópuríkja.  Er þau voru stofnuð 2004, af Arne Hagen, formanni norska félagsins, voru einungis 8 félög í upphafi.  Nú eru þau orðin […]

Akureyringar luku vetrarátaki HEILAHEILLA

Laugardaginn 1. júní komu áhugasamir Akureyringar á fyrirlestur um slagið (heilablóðfallið) er þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og stjórnarmaðurinn Páll Hallfreður Árdal, stóðu fyrir, undir yfirskriftinni “Við skulum láta slag standa”! Sérstakur gestur fundarins var Valgerður Sverrisdóttir, fv. ráðherra, er sagði frá sinni reynslu.  Er þetta liður í að vekja almenning til vitundar um sjúkdóminn […]

Dalvík ekkert undanskilin!

Miðvikudaginn 29. maí 2019 fjölmenntu Dalvíkingar á fyrirlestur um slagið (heilablóðfallið) er þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og stjórnarmaðurinn Páll Hallfreður Árdal, stóðu fyrir undir yfirskriftinni “Við skulum láta slag standa”!   Fv. bæjarstjóri, Svanfríður Jónasdóttir, var sérstakur gestur fundarins og opnaði hann með nokkrum orðum.  Er þetta liður í að vekja almenning til vitundar um […]

Hornfirðingar áhugasamir!

Föstudaginn 24. maí 2019 létu Hornfirðingar ekki sig vanta á fyrirlestur um slagið (heilablóðfallið) er þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og stjórnarmaðurinn Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, stóðu fyrir undir yfirskriftinni “Við skulum láta slag standa”! Bæjarstjórinn, Matthildur Ásmundar-dóttir, var sérstakur gestur fundarins.   Er þetta liður í að vekja almenning til vitundar um sjúkdóminn um […]

Blóðsegabrottnámið vekur athygli!

17. maí sat formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, glæsilegan ársfund Landspítalans 2019, í Silfurbergi Hörpu, þar sem farið var yfir rekstur hans og á hvaða stigi byggingar hans væru og þá hver fjárhagsstaðan er.  Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávapaði fundarmenn á myndskeiði og rómaði starfsfólk og uppgang heilbrigðisþjónustunnar.  Í umfjöllun Páls Matthíassonar, fram-kvæmdastjóra spítalans, vöktu ummæli hans […]

Auglýst eftir framkvæmdastjóra SAFE

SAFE er sjúklingasamtök heilablóðfallssjúklinga 47 Evrópuríkja, er starfa m.a. á stjórnsýslusviði Evrópuráðsins og er alþjóðasamtök 47 ríkja í Evrópu, með samanlagt um 800 milljónir borgara, stofnuð 5. maí 1949. Aðild er opin öllum Evrópuríkjum sem teljast réttarríki byggð á lögum og virða grundvallar mannréttindi og frelsi borgara sinna.  HEILAHEILL gerðist fullgildur meðlimur að SAFE 2012 og hefur […]

Dalamenn á verði!

Miðvikudaginn 8. maí 2019, hélt HEILAHEILL vel sóttan kynningarfund um slagði í Rauðakrosshúsinu í Búðardal undir slagorðunum, “Látum slag standa”!  Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður HEILAHEILLA, hóf fundinn með því að bjóða fundarmenn velkomna og sagði svo frá sinni reynslu af áfallinu.  Þá tók Þórir Steingrímsson formaður við og fræddi fundarmenn um starfsemi félagsins og hvaða þjónustu […]

Valkyrjurnar slógu í gegn!

Laugardaginn 4. maí s.l. var síðasti “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA fyrir sumarið haldinn í Sigtúni 42, Reykjavík við fjölmenni.  Góðkunnugu leik- og söngkonurnar Þórunn Erna Clausen og Soffía Karlsdóttir (Valkyrjurnar), voru gestir fundarins og fóru á kostum með þekktum slagörum eldri tímans.  Var ekki annað að sjá að fundarmenn voru með á nótunum, allt frá fyrirlestri formannsins,Þóris […]

Rannsókn á fágætum, séríslenskum erfðabreytileika er hafin!

Svo sem greint hefur verið frá í fréttum þessa dagana þá er að hefjast rannsókn á einstaklingum sem gætu verið með stökkbreytt gen sem valdið getur heilablæðingu. Þessi stökkbreyting er einungis kunn hjá fáum tuga einstak-linga og alls óþekkt utan Íslands. Hákon Hákonarson læknir stendur fyrir þessari rannsókn, sem framkvæmd verður á Land-spítala Háskólasjúkrahúsi við […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur