Fimmtudaginn 17. október kom fjöldi fólks á fund að Hæðargarði 31, um bókina Sjávarföll, um ættarsögu fimm kynslóða er glímdu við arfgenga heila-blæðingu. Persónur birtast okkur í því umhverfi og að-stæðum sem þær lifðu við samkvæmt þeim ríkulegu heimildum sem höfundur byggir söguna á. Frásögnin er sett fram á þann hátt að hún endurspeglar tíðaranda […]
Fjölsóttur aðalfundur Mannréttindasamtakanna ÖBÍ 2024 var haldinn dagana 4.-5. október í húsnæði Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík og sendur var út á samskiptaforritinu Zoom. Kosið var um varaformann samtakanna og nýja stjórn með rafrænum hætti og gekk hún vel fyrir sig. HEILAHEILL er með 3 fulltrúa með atkvæðisrétt, er mættu til leiks ásamt 1 varamanni. Gengið […]
Verðbólgan hefur nefnilega leikið landsmenn grátt síðustu misseri. Það er allt of dýrt að fara út í búð, fólk á rétt svo fyrir húsnæðiskostnaði og það er illa hægt að gera eitthvað skemmtilegt þegar það er búið að greiða fyrir nauðsynjar. Þótt núna sé loksins farið að rofa til, stýrivextir hafi verið lækkaðir örlítið, er […]
Hingað til lands komu tékkneskir talmeinafræðingar þar sem HEILAHEILL myndaði samband við systurfélag sitt CEREBRUM í Tékklandi um málstol, þar sem tengsl þessara félaga samrýmdist EU4-Health EES á sviði heilbrigðismála er hefur það að markmiði að styðja við nýjungar á sviði heilbrigðisvísinda, umbætur og bætt öryggi í heilbrigðisþjónustu, bætta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og vernda […]
Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA á þessu starfstímabili var 7. september með, beintengingu í gegnum samskiptaforritið ZOOM. Nokkuð margir tengdust fundinum, m.a. frá Akureyri og víðar. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, fv. formanni Félags talmeinafræðinga á Íslandi, fv. yfirmaður talmeinafræðinga við Reykjalund, aðjúnk við HÍ og nú teymisstjóri/talmeinafræðingur hjá Kjarki og dr. Helgu Thors sérstaklega […]
Félagið verður með reglulega félagsfundi fyrsta laugardag hvers mánaðar um slagið fram í maí 2025 er verða kynntir sérstklega á heimasíðu félagsins. Fyrsti fundurinn verður laugardaginn 7. september kl.11:00 og almenningi gefst nú kostur á að fylgjast með fundunum með tölvum og snjalltækjum. Talmeinafræðingarnir dr. Þórunn Hanna Halldórsdóttir og dr. Helga Thors verða með […]
Stjórn HEILAHEILLA fundaði 10. júní s.l., samþykkti að tengjast tékkneska góðgerðarfélaginu CEREBRUM um gagnkvæm félagaskipti um málstolið. Í byrjun mánaðarins var haft samband við félagið um að taka á móti formanni góðgerðarfélagsins, Nataša Randlová, þar sem hróður HEILAHEILLA hefur borið ávöxt og verið henni kunn. CEREBRUM er svipað HEILAHEILL og HUGARFAR til samans og beytir […]
Á dögunum voru helstu sérfræðingar landsins á merkri ráðstefnu ESO Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttur, taugasérfræðingur og deidarstjóri á deildinni, Brynhildur Thors, taugasérfræðingur, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, ásamt nokkrum taugahjúkrunarfræðingum á B-2. Allir þessir sérfræðingar standa […]
Samkvæmt síðustu rannsóknum 2024 að í Evrópu einni eru u.þ.b. 1,1 milljón manna er fær slag á ári, er veldur 460.000 dauðsföllum! Hér á landi eru u.þ.b. 2 á dag! Tveimur of mikið! Og fer því miður fjölgandi! Ástæðan eru óhollir lifnaðarhættir. Hverri velferð fylgir vandi, – að fara vel með sig í góðærinu! Blóðþrýstingur, […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í aðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, 4. maí 2024. Sérstakur gestur fundarins var Jón Hjartarson, leikari, rithöfundur og skáld. Að lokinni innsetningu flutti Þórir Steingrímsson, formaður, stutt erindi um stöðu félagsins hér á landi og í Evrópu. Tók Jón við og las nokkur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni “TÆPASTA VAД. […]