Sérfræðingarnir hittast!

Hingað til lands komu tékkneskir talmeinafræðingar þar sem HEILAHEILL myndaði samband við systurfélag sitt CEREBRUM í Tékklandi um málstol, þar sem tengsl þessara félaga samrýmdist EU4-Health EES á sviði heilbrigðismála er hefur það að markmiði að styðja við nýjungar á sviði heilbrigðisvísinda, umbætur og bætt öryggi í heilbrigðisþjónustu, bætta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma og vernda […]

Öflugt samstarf við talmeinafræðinga!

Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA á þessu starfstímabili var 7. september með, beintengingu í gegnum samskiptaforritið ZOOM.  Nokkuð margir tengdust fundinum, m.a. frá Akureyri og víðar.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, fv. formanni Félags talmeinafræðinga á Íslandi, fv. yfirmaður talmeinafræðinga við Reykjalund, aðjúnk við HÍ og nú teymisstjóri/talmeinafræðingur hjá Kjarki og dr. Helgu Thors sérstaklega […]

HEILABLÓÐFALL – HVAÐ ER ÞAÐ??

Félagið verður með reglulega félagsfundi fyrsta laugardag hvers mánaðar um slagið fram í maí 2025 er verða kynntir sérstklega á heimasíðu félagsins.  Fyrsti fundurinn verður laugardaginn 7. september kl.11:00 og almenningi gefst nú kostur á að fylgjast með fundunum með tölvum og snjalltækjum.    Talmeinafræðingarnir dr. Þórunn Hanna Halldórsdóttir og dr. Helga Thors verða með […]

HEILAHEILL SAMÞYKKIR TÉKKUM TENGINGU!

Stjórn HEILAHEILLA fundaði 10. júní s.l., samþykkti að tengjast tékkneska góðgerðarfélaginu CEREBRUM um gagnkvæm félagaskipti um málstolið.  Í byrjun mánaðarins var haft samband við félagið um að taka á móti formanni góðgerðarfélagsins, Nataša Randlová, þar sem hróður HEILAHEILLA hefur borið ávöxt og verið henni kunn. CEREBRUM er svipað HEILAHEILL og HUGARFAR til samans og beytir […]

Eflist Ísland gegn slaginu?

Á dögunum voru helstu sérfræðingar landsins á merkri ráðstefnu ESO Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, yfirlæknir á Taugadeild Landspítalans, Dr. Marianne Elisabeth Klinke, forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttur, taugasérfræðingur og deidarstjóri á deildinni, Brynhildur Thors, taugasérfræðingur, Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur, ásamt nokkrum taugahjúkrunarfræðingum á B-2.  Allir þessir sérfræðingar standa […]

Farið vel með ykkur!!

Samkvæmt síðustu rannsóknum 2024 að í Evrópu einni eru u.þ.b. 1,1 milljón manna er fær slag á ári, er veldur 460.000 dauðsföllum!  Hér á landi eru u.þ.b. 2 á dag!  Tveimur of mikið!  Og fer því miður fjölgandi!  Ástæðan eru óhollir lifnaðarhættir.  Hverri velferð fylgir vandi, – að fara vel með sig í góðærinu!  Blóðþrýstingur, […]

Frjósamur fundur!

Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í aðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, 4. maí 2024.  Sérstakur gestur fundarins var Jón Hjartarson, leikari, rithöfundur og skáld.  Að lokinni innsetningu flutti Þórir Steingrímsson, formaður, stutt erindi um stöðu félagsins hér á landi og í Evrópu.  Tók Jón við og las nokkur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni “TÆPASTA VAД. […]

DOMINO´S eflir HEILAHEILL

Góðgerðarpizza DOMINO´S 2024 var s.l. viku til styrktar HEILAHEILL og safnaðist 4.440.551 kr.– og á fyrirtækið miklar þakkir skilið. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson tók á mótin fjárhæðinni úr hendi Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra  DOMINO´S.  Fyrirtækið er að vekja athygli á góðu málefni og í þessu tilfelli slaginu, heilablóðfallinu, og baráttu félagsins að ná til almennings um að […]

DOMINO´S Pizza styrkir HEILAHEILL!

Þórir Steingrímsson, formaður, mætti á BYGJUNA (“Í bíti”ð), með Hrefnu Sætran.  DOMINO’S pizza hefur ákveðið að vera með fjögurra daga sölu 8.-11. apríl á pizzu til styrktar HEILAHEILL.  Sérstaðan er að ÖLL SALAN rennur óskipt til félagsins.  Hægt að fylgjast “live” með stöðu söfnunnarinnar á dominos.is   Hrefna Sætran á heiðurinn að uppskrift hvers árs. Í ár […]

Getur Ísland verið þeim fremstu?

Vel sóttur fundur Heilaheilla var haldinn í húsakynnum félagsins í Mannréttindahúsi ÖBÍ laugardaginn 6. apríl 2024, með nettengingu um landið á Zoom.  Eftir stutta framsögu, Þóris Steingrímssonar, um heilablóðfallið, að það væri leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.  Á hverju ári fá nærri 1,5 milljónir manna slag (heilablóðfall) í 32 Evrópulöndum.  Slagið getur verið […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur