Þar sem ekkert lát á því að fólk fær slag hér á landi, eða nær því 2 á dag, þá bætast alltaf nýir félagar í hóp HEILAHEILLA. Það sannaði sig á Akureyri, á fundi 14. september s.l. er nýir félagar mættu. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson flutti fyrirlestur um starfsemi félagsins og sagði sína sjúkrasögu. Þá […]
Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður og “orkubolti”, hefur stundað sund og líkamsrækt með reglubundnum hætti sl. tugi ára. Hann var staddur snemma morguns í lok síðasta mánaðar í Kópavogssundlaug, er hann fann allt í einu aflið þverra í hægri hendi. Hann fór því uppúr og reyndi líkamsæfingar við íþróttagrindur, er þar voru,tók á þeim eins […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, hélt fund með félögum á kaffistofunni Salt Café Bistro á Egilsstöðum 29.07.2013, er hann var staddur þar eystra. Blaði félagsins “Slagorð” og “Slagkortinu” var dreift meðal gesta og var gerður góður rómur að. Mikil bjartsýni var með félagsmönnum og fannst þeim að félagið ætti mikið erindi til fólks á austurlandi. Töldu […]
Það er ástæða að óska félögum HEILAHEILLA og landsmönnum öllum til hamingju með þetta blað, “Slagorð” sem er vel vandað blað og ekki skemmir það fyrir að forsíðumyndin er eftir RAX (Ragnar Guðna Axelsson) ljósmyndara. Eiga allir þökk fyrir sín framlög við að gera þessa útgáfu að veruleika og eru orð ritstjóransmarkverð að þessu leyti, […]
Stjórnarmeðlimur HEILAHEILLA, Særún Harðardóttir, sópran söngkona, er þriggja barna fertug móðir. Fyrir 6 árum fékk hún heilablóðfall, lamaðist að hluta og hefur þurft að lifa með smávægilegum afleiðingum áfallsins. Þess vegna þekkir hún baráttuna í endurhæfingunni af eigin raun sem flestir félagar HEILAHEILLA kannast við. Vinkona hennar á dóttur, Sunnu Valdísi, sem er eina barnið […]
Lagt var af stað frá umferða miðstöðinni á Akureyri og haldið á Safnasafnið á Svalbarðströnd, margt var þar að sjá og höfðu menn gaman af heimsókninni. Síðan var haldið að Sólgarði í Fnjóskadal og teknir upp tveir félagar sem komu með í ferðina. Goðafoss var næstur á dagskrá og hann skoðaður, var mjög mikið vatn […]
Laugardaginn 8. Júní 2013 héldu félagar HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA á Njáluslóðir í Fljótshlíð. Fararstjórn var ekki af verri endanum, þar sem hún var í traustum höndum Bjarna Eiríks Sigurðssonar, félaga í HEILAHEILL, er býr að Torfastöðum, Fljótshlíð. Fór hann með ferðalanga er voru hátt í 70 manns um fornar söguslóðir og var bók hans „Njálssaga, persónur […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt síðasta fund vorsins á Greifanum þriðjudaginn 14. maí, eftir mikinn snjóavetur og var mjög góður, menn spjölluðu um margt. Rætt var um ferð Heilaheilla á Norðurlandi er verður farin laugardaginn 8. júní. nk. Lagt verður af stað kl. 10.00 og farið verður í Mývatnsveit. Komið verður við í Dimmuborgum. Þá er […]
Mikil eftirspurn hefur verið um hina árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA í Reykjavík. Nú er búið að ákveða hana. Farið verður á Njáluslóðir, í heimsókn á Torfastaði í Fljótshlíð, ferðin með með nokkru nýju ívafi, þar sem Bjarni Eiríkur Sigurðsson, félagi í HEILAHEILL og höfundur bókarinnar “Njála, persónur og leikendur”, verður leiðsögumaður. Það verða góðar […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 4 maí 2013. Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður, kynnti félagið söng Edda Þórarinsdóttir, leikkona, ásamt félögum sínum, en þau kalla sig “Fjögur á palli”. Sungu þau og spiluðu lög sem alþjóð kannast við. Þá tók hjartalæknirinn Davíð O Arnar við og flutti erindi um “Gáttatif […]