Reglubundni þriðjudagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 30.04.2013 að Síðumúla 6, Reykjavík við góða þátttöku. Sérstakur gestur fundarins var Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, er flutti fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum. Í ráði er að hafa svo einn fund sem slíkan þriðjudaginn 28. maí nk. með fagaðila og geta félagsmenn notað tækifærið og fræðst um málefnin og lagt fram fyrirspurnir. […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund þriðjudaginn 9 apríl á Greifanum. Vel var mætt og fengu menn sér góðan mat að borða. Ákveðið var að fara í ferð í Mývatnssveit og skoða þar Dimmuborgir, fara að Dettifossi og aka niður í Kelduhverfi og koma svo við á Húsavík á heim leið. Nákvæm ferðaáætlun verður […]
Hinn reglulegi “þriðjudagsfundur” HEILAHEILLA [sjálfsefling/valdefling] var haldinn 2. apríl sl. í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík. Þessi fundur var þó sérstakur þar sem fagaðili úr heilbrigðiskerfinu og félagi HEILAHEILLA, Arndís Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari og starfsmaður á Grensásdeild, ræddi við félagsmenn um endurhæfingu og lífið eftir áfall. Í ráði er að fagaðilar komi meira inn á […]
Eins og tekið hefur verið eftir er starfsemi Akureyringa með blóma fyrir norðan. Meir og meir eru heilaslagsþolendur, fyrir norðan, farnir að setja sig í samband við félaga HEILAHEILLA á Akureyri. Páll Árdal, einn af stjórameðlimum félagsins, hefur verið einn helsti tengiliður nýrra félaga og staðið að mestu fyrir starfseminni á Akureyri. Félagið hélt sinn […]
Á frétttavefnum Vísi var viðtal við Maríu Ósk Kjartansdóttur 26 ára Keflvíkinging er með séríslenskan erfðasjúkdóm sem hún lætur ekki buga sig. Móðir hennar og systir létust báðar úr þessum hræðilega sjúkdómi. Hún fer þetta á þrjóskunni eins og hún segir sjálf. María deildi sögu sinni með okkur og leggur sérstaka áherslu á að fram […]
Þó svo að fjárhagsstaða HEILAHEILLA sé bágborin um þessar mundir, er hugur í mönnum. Aðalfundur félagsins var haldinn fyrir fullu húsi með beinni tengingu við félaga á Akureyri, ersátu í veitingahúsinu Greifanum, Glerárgötu 20, Akureyri. Í upphafi fundar bauð Þórir Steingrímsson, formaður, fundarmenn velkomna. Að því loknu var Gísli Ólafur Pétursson kosinn fundarstjóri og Særún […]
Fimmtudaginn 14. febrúar 2013 var haldinn alþjóðlegur Go Red dagur á vegum HHH-hópsins í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, en það er samstarfsvettvangur Hjartaheilla, Hjartaverndar og Heilaheilla. Eiga allir miklar þakkir skilið er tóku þátt á óeigingjarnarnan hátt með sjálfboðastarfi sínu í að gera þennan dag sem veglegastan. Var hópur fólks á vegum HEILAHEILLA á vettvangi, sjúklingar […]
Góður laugardagsfundur var haldinn í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík í morgun [laugardaginn 02.02.2013] og var fullt hús. Arnar Jónsson, leikari, kom í heimsókn og gerði nýsjötugur sínu “kvæðalífi” góð skil. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, spiluðu og sungu þau Edda Þórarinsdóttir leikkona og Kristján Hrannar hljómlistamaður, við undirleik þeirra Páls Einarssonar, bassi, og […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt fund á Greifanum þriðjudaginn 8 janúar. Þokkalega var mætt og komu nokkrir nýir á fundinn. Rætt var um að fara í ferð út á Flateyjardal í sumar, enekkert var ákveðið. Þá var sýnd mynd um slag, er Stöð 2 gaf, og aðrar styttri. Næsti fundur Heialaheilla á Norðurlandi verður þriðjudaginn 12 […]
Á fjölmennum fundi, nær fullu húsi, HEILAHEILLA í dag að Síðumúla 6 Reykjavík, skemmtu Eddurnar, þær Edda Þórarinsdóttir og Edda Björgvinsdóttir, fundarmönnum við mjög góðar undirtektir. Þarna sannaðist það sem félagið stendur fyrir, að efla og styrkja þá er orðið hafa fyrir slagi, aðstandendur þeirra og fagaðila. Margir hafa gerst félagar á heimasíðu félagsins að […]