Norðurlandshópur Heilaheilla fyrirhugar dagsferð laugardaginn 12. júní 2010.Farið verður frá Akureyri til Ólafsfjarðar og þaðan til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng ef mögulegt er, annars um Lágheiði. Skoðunarferðum Síldarminjasafnið og matur á Siglufirði. Haldið heim um Skagafjörð með viðkomu á Véla- og samgönguminjasafninu Stóragerði. Lagt af stað frá Akureyri kl:10:00 og komið heim um kl: 18:00. Nánari upplýsingar […]
Góður fundur var með forystumönnum HEILAHEILLA, þeim Þóri Steingrímssyni, formanni, Eddu Þórarinsdóttur og Alberti Páli Sigurðssyni, meðstjórnendum og fulltrúum yfirstjórnar Reykjalundar, undir forystu Ólöfu H Bjarnadóttur, yfirlækni á tauga- og hæfingarsviði. Var rætt um aukið samstarfið, eins og fram kom á aðalfundi félagsins og farið var yfir stöðu framhaldsmeðferðar sjúklinga, er hafa orðið fyrir áfalli, […]
Góður og vel sóttur fundur var á Akureyri 6. maí 2010, þar sem þeir Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir endurhæfingar FSA og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, fluttu erindi um slagið, orsakir þess og afleiðingar. Á fundinum voru bæði sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar og voru margar fyrirspurnir bornar upp. Mikið líf er komið Norðurdeild HEILAHEILLA og hafa verið […]
Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á veralýðsdaginn 1. maí 2010 í Rauða salnum og sá síðasti fyrir sumarfrí. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, flutti stutta skýrslu um félagið og starfið framundan. Gunnar Þórðarson, hljómlistamaður og tónskáld, heiðraði samkomuna með nærveru sinni, söng lög eftir sjálfan sig og sagði frá tilurð þeirra við góðar undirtektir. Þá kom Elísabet […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, tók þátt í og flutti fyrirlestur á málþingi FFE [Félags fagfólks um endurhæfingu] er haldið var þriðjudaginn 20. apríl í samkomusal á Reykjalundi. Áslaug Sigurjónsdóttir hjúkrúnarfræðingur á R-2 setti málþingið og síðan tók til máls formaður Hollvinasamtaka Grensásdeildar, Gunnar Finnsson undir “ Hagkvæmni þess að fá endurhæfingu þjóðfélagslega séð”. Ingibjörg Pétursdóttir […]
Vel sóttur aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn 19. apríl í safnaðarheimili Grensáskirkju. Sérstakur gestur fundarins var Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, var kosinn fundarstjóri og Guðrún Pétursdóttir, ritari. Gengið var til dagskrár og flutti Gunnar Finnssonar, skýrslu formanns og greindi frá aðkomu félagsins í söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“. Þá gerði Þórunn Þórhallsdóttir, […]
Heilaheill á Norðurlandi hélt fund fimmtudaginn 8.apríl. Var hann haldinn í Einingar-Iðjusalnum á Akureyri. Rætt var um hvað framundan myndi verða á Norðurlandi. Ákveðið var að halda fund aftur 6 maí á sama stað. Einnig var ákveðið að fara í dags ferð í júní. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Helgu s. 4631107 eða […]
Fimmtudaginn 8. apríl 2010 var formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, viðstaddur þega sameinuð bráðamóttaka Landspítalans, í Fossvogi, var formlega opnuð við mikla athöfn, undir slagorðunum „Við erum hér fyrir þig“! Gert er ráð fyrir að um 100 þúsund manns, – er svarar til tæplega þriðjungs þjóðarinnar, komi á deildina á ári. Í máli þeirra er héldu […]
Annasamur dagur var hjá formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, er sat tvo fundi dags.24.03.2010, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hinn á vegum yfirstjórnar LSH.Heilbrigðisráðuneytið bauð „þriðja geiranum“, sjúklingafélögunum, að eiga orðastað við Álheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, um ýmis málefni á Grandhóteli, er varða stefnu ráðuneytisins. Þarna voru saman komnir fulltrúar hátt í hundrað sjúklingafélaga er báru fram […]
Laugardaginn 20.03.2010 fóru félagar HEILAHEILLA í sína árlegu leikhúsferð og sáu leikrit þeirra Spaugstofumanna, Harry og Heimir, í Borgarleikhúsinu. Þetta er það sem félagið gerir til þess að sýna þakklæti sitt í verki, fyrir það mikla og góða starf sem „hryggjarstykkið“ hefur innt af hendi á sl. ári. Menn borðuðu góðan mat áður á Kringlukránni […]