Fimmtudaginn 8. apríl 2010 var formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, viðstaddur þega sameinuð bráðamóttaka Landspítalans, í Fossvogi, var formlega opnuð við mikla athöfn, undir slagorðunum „Við erum hér fyrir þig“! Gert er ráð fyrir að um 100 þúsund manns, – er svarar til tæplega þriðjungs þjóðarinnar, komi á deildina á ári. Í máli þeirra er héldu […]
Annasamur dagur var hjá formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, er sat tvo fundi dags.24.03.2010, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hinn á vegum yfirstjórnar LSH.Heilbrigðisráðuneytið bauð „þriðja geiranum“, sjúklingafélögunum, að eiga orðastað við Álheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, um ýmis málefni á Grandhóteli, er varða stefnu ráðuneytisins. Þarna voru saman komnir fulltrúar hátt í hundrað sjúklingafélaga er báru fram […]
Laugardaginn 20.03.2010 fóru félagar HEILAHEILLA í sína árlegu leikhúsferð og sáu leikrit þeirra Spaugstofumanna, Harry og Heimir, í Borgarleikhúsinu. Þetta er það sem félagið gerir til þess að sýna þakklæti sitt í verki, fyrir það mikla og góða starf sem „hryggjarstykkið“ hefur innt af hendi á sl. ári. Menn borðuðu góðan mat áður á Kringlukránni […]
Eftir að formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti stutta skýrslu um starfið á vel sóttum fundi félagsins og vaki athygli á niðurstöðu aðalfundar í lok síðasta mánaðar þá sagði Jón Karl Friðrik Geirsson, prófessor, sína sögu frá því hann fékk áfallið og hvernig að endurhæfingu hans var staðið. Vakti mikla athygli frásaga hans hvernig þátttaka hans í […]
Vel heppnaður aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn í Hringsalnum og í fundarsal FSA Akureyri laugardaginn 27.02.2010 í beinu fjarskiptasambandi. Gengið var til venjubundinnar dagskrár og Sigurður H Sigurðarson var kosinn fundarstjóri og Helga Sigfúsdóttir á Akureyri ritari. Þórir Steingrímsson, formaður flutti skýrslu stjórnar og Edda Þórarinsdóttir fylgdi reikningunum eftir. Innlegg í skýrslu formanns flutti Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar og […]
Go Red dagurinn var haldinn í Hátíðarsal Háskóla Íslands sunnudaginn 21.02.20101 og fulltrúar HEILAHEILLA, þær Dagmar Bjartmars, Ólöf Þorsteinsdóttir og Hildur Grétarsdóttir rauðklæddar að vanda og var þátttaka mikil. Góðir fyrirlestrar voru og sérstakan athygli vakti framlag HEILAHEILLA, er Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, félagi í Heilaheill flutti eftirminnilegan hátt. Flutti hún frásögu sína á látlausan og […]
Laugardaginn 13. febrúar opnaði Heilakaffi í fyrsta sinn. Tæplega 20 manns sóttu fundinn i Rauða salnum og mæltist hann vel fyrir að sögn viðstaddra. Menn sögðu sínar áfallasögur en einnig frá batanum og þeirri vegferð sem þeir eru núna staddir á eftir heilaslag í blíðu jafnt sem stríðu. Einnig voru almennar umræður um tilveru þeirra […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 6. febrúar 2010 og var mjög fjölsóttur, þurftu margir að standa til að horfa á það sem fram fór. Eftir að formaðurinn Þórir Steingrímsson gaf skýrslu um starfið á nýju ári, tók Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi HEILAHEILLA við og reifaði nokkrar hugmyndir um starfið framundan. Þá las Guðrún Stephensen leikkona kvæði Davíðs […]
Útvarp HEILAHEILLA er þeir Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður og Birgir Henningsson, tónlistarmaður, stýra höfðu þau Katrínu Júlíusdóttur, ráðherra og Þóri Steingrímsson, formann HEILAHEILLA í viðtölum um slagið, upplifunina í því, FAÐM og HEILAHEILL. Hægt er að hlusta á viðtölin hér á heimasíðunni , – en kveikt verður að vera á hátölurunum! […]
Laugardaginn 12.12.2009 tók formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, þátt í sögulegu málþingi á vegum margra félagasamtaka, fagaðila, sjúklingafélaga og styrktaraðila undir stjórn Reykjavíkurakademíunnar, er vildu vekja athygli á byggingu nýs sjúkrahúss. Margir tóku til máls og tekið var fram í upphafi að með málþinginu væri ekki verið að koma í veg fyrir byggingu sjúkrahússins, heldur ræða […]