Slagdagurinn á Glerártorgi 31.10.2009 tókst með ágætum og félagar HEILAHEILLA ásamt hjúkrunarfræðingi og lækni gerðu áhættupróf á u.þ.b. 80 manns, sem voru gestir og gangandi, – þá að þeim kostnaðarlausu. Í lokin vildu margir ólmir láta mæla sig. Mikið var rætt um salt í mat og lögðu allir sig í framakrók um að ræða sem […]
Stjórnin, sem var endurkosinn á seinasta aðalfundi, skipti þannig með sér verkum: Formaður, Gunnar Finnsson, varaformaður, Þórir Steingrímsson; ritari, Sigmar Þór Óttarsson,; gjaldkeri, Sveinn Jónsson; og meðstjórnandi Anna Geirsdóttir. Varamenn: Ásgeir B. Ellertsson og Baldvin Jónsson. Varamenn hafa setið stjórnarfundi og tekið fullan þátt í störfum stjórnarinnar. Jafnframt hefur stjórnin notið náinnar samvinnu við Stefán […]
HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR (Kennitala: 670406-1210 – Númer bankareiknings: 311-13-301170) Tilgangur samtakanna Hollvinir Grensásdeildar – HGTilgangur samtakanna, sem voru stofnuð 5. apríl 2006, er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemi þá, sem fram fer á Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eða í tengslum við þá starfsemi. Er það gert með öflun fjár til þeirrar starfsemi og eins […]
Skýrsla stjórnar 2008 HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR (Kennitala: 670406-1210 – Númer bankareiknings: 311-13-301170) Tilgangur samtakanna Hollvinir Grensásdeildar – HGTilgangur samtakanna, sem voru stofnuð 5. apríl 2006, er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemi þá, sem fram fer á Gre…Lesa meira
Vel heppnaðir tónleikar FAÐMS, Heilaheilla var í SALNUM, Kópavogi, 14. október sl. og fram komu Magnús Þór, KK, þau hjónin Þórunn Lárusdóttir [verndari FAÐMS] og Snorri Pedersen, Villi Naglbítur, Sigríður Thorlacius, Baggalútur, að ógleymdum Bigga og félaga, sem eru Heiðar í Botnleðju og Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2 er var jafnframt kynnir kvöldsins. […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat fund fulltrúa Samtaugar í , hádeginu 7. sl. hittust fulltrúar SAMTAUGAR vegna verkefnisins um “opnun bráðadeildar og hjartamiðstöðvar á Landspítala”. Bráðamóttökur verða sameinaðar í mars 2010 í eina bráðadeild í Fossvogi og hjartamiðstöð opnuð á Hringbraut. Þórir sat 1. fund nefndarinnar sem fulltrúi SAMTAUGAR sem Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri á […]
Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA í vetur var haldinn í Rauða salnum dags. 03.10.2009 að Hátúni 12 og fundarsókn var góð að venju. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar og sýndi fréttamyndir af Slagdeginum 2008, maraþonhlaupi Gunnlaugs Júlíussonar fyrir átakið „Á rás fyrir Grensás“ og af Sumarferð félagsins 2009. Allar þessar myndir er hægt að sjá undir […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson tók þátt í pallborðsumræðum fimmtudaginn 24. september á vegum Háskóla Íslands við Eiríksgötu, með hjúkrunarfræðinemum á 3ja ári. Umræðan snérist um m.a. um sjónarmið fulltrúa félaga langveikra sjúklinga og nemenda. Það var greinilegt að hjúkrunarfræðinemarnir tóku sérstakalega upp umræðuna um NPA [Notendastýrða persónulega aðstoð]. Meðal Þóris voru fulltrúar frá gigtveikum og […]
Um miðjan ágúst 2009 lögðu þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi félagsins, Birgir Henningsson og Guðni Már Henningsson, drög að „Vef-Útvarpi HEILAHEILLA“ á heimasíðu þess. Nú er hægt að hlusta á ýmsan fróðleik um slagið, m.a. í viðtalsþáttum við sjúklingana, aðstandendur og fagaðila. Þá er einnig hægt að hlýða á upplestur ljóða og […]
Fimmtudaginn 21. ágúst sátu félagar HEILAHEILLA í anddyri Laugardalshallar og hvöttu fólk í maraþoninu 2009 til að hlaupa til styrktar félaginu. Mörg önnur góðgerðarfélög voru einnig með aðstöúðu og var fjöldi manns sem áttu leið þarna framhjá. Á myndinni eru:Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi HEILAHEILLA, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA. Sjá myndir hér! Til baka