Vel heppnaðir tónleikar FAÐMS, Heilaheilla var í SALNUM, Kópavogi, 14. október sl. og fram komu Magnús Þór, KK, þau hjónin Þórunn Lárusdóttir [verndari FAÐMS] og Snorri Pedersen, Villi Naglbítur, Sigríður Thorlacius, Baggalútur, að ógleymdum Bigga og félaga, sem eru Heiðar í Botnleðju og Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2 er var jafnframt kynnir kvöldsins. […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat fund fulltrúa Samtaugar í , hádeginu 7. sl. hittust fulltrúar SAMTAUGAR vegna verkefnisins um “opnun bráðadeildar og hjartamiðstöðvar á Landspítala”. Bráðamóttökur verða sameinaðar í mars 2010 í eina bráðadeild í Fossvogi og hjartamiðstöð opnuð á Hringbraut. Þórir sat 1. fund nefndarinnar sem fulltrúi SAMTAUGAR sem Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri á […]
Fyrsti laugardagsfundur HEILAHEILLA í vetur var haldinn í Rauða salnum dags. 03.10.2009 að Hátúni 12 og fundarsókn var góð að venju. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar og sýndi fréttamyndir af Slagdeginum 2008, maraþonhlaupi Gunnlaugs Júlíussonar fyrir átakið „Á rás fyrir Grensás“ og af Sumarferð félagsins 2009. Allar þessar myndir er hægt að sjá undir […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson tók þátt í pallborðsumræðum fimmtudaginn 24. september á vegum Háskóla Íslands við Eiríksgötu, með hjúkrunarfræðinemum á 3ja ári. Umræðan snérist um m.a. um sjónarmið fulltrúa félaga langveikra sjúklinga og nemenda. Það var greinilegt að hjúkrunarfræðinemarnir tóku sérstakalega upp umræðuna um NPA [Notendastýrða persónulega aðstoð]. Meðal Þóris voru fulltrúar frá gigtveikum og […]
Um miðjan ágúst 2009 lögðu þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi félagsins, Birgir Henningsson og Guðni Már Henningsson, drög að „Vef-Útvarpi HEILAHEILLA“ á heimasíðu þess. Nú er hægt að hlusta á ýmsan fróðleik um slagið, m.a. í viðtalsþáttum við sjúklingana, aðstandendur og fagaðila. Þá er einnig hægt að hlýða á upplestur ljóða og […]
Fimmtudaginn 21. ágúst sátu félagar HEILAHEILLA í anddyri Laugardalshallar og hvöttu fólk í maraþoninu 2009 til að hlaupa til styrktar félaginu. Mörg önnur góðgerðarfélög voru einnig með aðstöúðu og var fjöldi manns sem áttu leið þarna framhjá. Á myndinni eru:Ingólfur Margeirsson, fræðslufulltrúi HEILAHEILLA, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA. Sjá myndir hér! Til baka
Það var mikið um að vera á Grensásdeild þegar Gunnlaugur Júlíusson, hlaupari afhenti rúmlega 1,3 milljónum til styrktar Grensásdeild, er hann safnaði í hlaupi frá Reykjavík til Akureyrar á dögunum á mót Ungmennafélags Íslands. Frétt og fréttamynd af atburðinm er að finna hér á heimasíðu HEILAHEILLA undir fréttum og VIEDO. Hann afhenti féð í gær […]
Edda Heiðrún Bachmann, leikkona, tók á móti Gunnlaugi Júlíussyni hlaupara, við Þelamarkarskóla, við Eyjafjörð, ásamt formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, sem jafnframt er varaformaður Hollvinafélags Grensásdeildar. Sagði Gunnlaugur við Morgunblaðið að þetta hafi verið búið að vera afskaplega skemmtilegt og vel heppnað hlaup. Á sex dögum hljóp hann frá Reykjavík til Akureyrar í þeim tilgangi að leggja […]
Fyrsti fundur um söfnun til eflingar Grensásdeildar var 3. júní sl. var haldinn þar með þeim Eddu Heiðrúnu Bachman, leikkonu og leikstjóra, Kolbrúnu Halldórsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi ráðherra og stjórn Hollvina Grensásdeildar, þeim Gunnari Finnssyni formanni, Þóri Steingrímssyni varaformanni, Guðrúnu Pétursdóttur ritara, Þórunni Þórhallsdóttur gjaldkera og Eddu Bergman meðstjórnanda. Fundarmenn skiptu með sér verkum og […]
Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn 27. maí 2009 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þórir Steingrímsson, varaformaður, var kosinn fundarstjóri og Sigmar Þór Óttarsson var kosinn ritari fundarins. Gengið var til dagskrár og eftir skýrslu formanns, Gunnars Finnssonar, voru bornar fram fyrirspurnir af fundarmönnum. Guðrún Pétursdóttir, gjaldkeri, fylgdi reikningum félagsins úr hlaði og síðan samþykktir. Nú stjórn var kosin, […]