Sjálfsbjargarþing 2008

Fulltrúar HEILAHEILLA, Birgir Henningsson og Kristín Stefánsdóttir, sátu þing Sjálfsbjargar lsf. 2008, er haldið var í Reykjavík 16.-17. maí og við setningu þess ávarpaði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra samkomuna.  Þar boðaði hún endurskoðun á heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir góðu samstarfi við Sjálfsbörg í þeim fjölmörgu málum sem framundan eru við endurbætur og frekari uppbyggingu […]

RAX í Heilaheill

Laugardaginn 03.05.2008 var haldinn mánaðarlegur fundur með félagsmönnum og greindi formaðurinn, Þórir Steingrímsson, frá stöðu félagsins og um væntanlegan fund í HEILAHEILLARÁÐI.  Þá  sýndi RAX [Ragnar Guðni Axelsson] sem er í framvarðasveit HEILAHEILLA, nokkrar  myndir er hann tók og þá athyglisverða kvikmynd um sig, eftir son sinn, Jón Znæ Ragnarsson.  Efni erindis RAX og kvikmyndar […]

Leikhúsferð 2008

Hin árlega Leikhúsferð HEILAHEILLA var farin 15 mars á „Sólarlandaferð“ Guðmundar Steinssonar í Þjóðleikhúsinu, sem endaði með góðum kvöldverðiá veitingastaðnum DOMO, í boði félagsins.  Þetta er hefð sem hefur skapast sem þakklætisvottur til þeirra er hafa lagt óeigingjarnt „kjarnastarf“ af höndum fyrir félagið.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt tölu, þakkaði „kjarnanum“ fyrir þetta starfsár sem er að líða.  Minnt […]

Grensásdeild fræðir

Góður og fjölsóttur kynningarfundur HEILAHEILLA var haldinn á Grensásdeild dags. 11.03.2008 í fundarsal  Grensásdeildar er formaðurinn Þórir Steingrímsson hélt í samráði  við fæðsludeild LSH.  Ræddi hann m.a. um stöðu sjúklinga innan samfélagsins og þá umræðu sem stendur nú yfir um einstaklingsmiðaða þjónustu.  Rædd voru nokkur dæmi um hana og hvatti fundarmenn til dáða .   Margar […]

Fróðlegur fundur um gaumstol.

Laugardagsfundur HEILAHEILLA var fjölsóttur, samkvæmtvenju og sýnd var myndbandsupptaka af aðalfundinum 22. febrúar s.l., er sýndi fundarmönnum hvernig hann fór fram, en hann var haldinn í senn í Reykjavík og Aukureyri með fjarfundarbúnaði LSH. Formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu um stöðu félagsins.  Síðan hlustuðu menn á mjög fróðlegt erindi Hauks Hjaltasonar, taugasérfræðings, um „gaumstol“.   Eftir að […]

Aðalfundur HEILAHEILLA 2008

Aðalfundur HEILAHEILLA  2008 var haldinn 22. febrúar s.l. á tveimur stöðum í einu, með fjarfundarbúnaði, í Hringsal Barnaspítalans Hringsins, milli Hringbrautar, Eiríksgötu og Barónsstígs í Reykjavík og í Fundarsal I, FSA á Akureyri.   Eftir skýrslu stjórnar og samþykkt reikninga var kosin stjórn, Þórir Steingrímsson, formaður, Edda Þórarinsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Sigurður H Sigurðsson og Ellert Skúlason […]

Fróðleikurinn í framtíð

Laugardagsfundur HEILAHEILLA 02.02.2008 var fjölmennur þegar Ingólfur Margeirsson flutti fróðlegt erindi um Internetið-Víðnetið og hvaða möguleika félagsmenn hafa við skoðun á því.  Þá var sýndur þátturinn „Hver lífsins þraut“ um slag og arfgeng heilablóðföll, er vakti mikla athygli.  Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um stöðui félagsins og greindi frá því hvað væri framundan.  Fundarmenn gæddu […]

Nýárið 2008 hafið!

Fyrsti fundur HEILAHEILLA á nýju ári var á laugardaginn 5. Janúar s.l.  Fjölmennt var að vanda og fór Þórir Steingrímsson, formaður, yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan.  Þá gerði Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnaður í HEILAHEILL, grein fyrir ferð sinni og annarra sérfræðinga B2 til Svíþjóðar, sem félagið styrkti.  Þá gerði Kristín Stefánsdóttir,  […]

Þakkir til Iðnaðarráðherra!

Iðnaðarráðherra gaf styrktarsjóðnum Faðmi 400 þúsund krónur á föstudaginn 21.12.2007.  Upphæðin er andvirði hefðbundinna jólakorta með kveðjum ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins, sem Össur hefur ákveðið að senda ekki út í ár.  Faðmur er styrktarsjóður samtakanna Heilaheill, sem vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaslags. Faðmur styrkir foreldra sem hafa fengið […]

HEILAHEILL OG HUGARFAR

Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA, var boðið að koma og vera gestur stjórnar HUGARFARS miðvikudaginn 05.12.2005, en í henni eru þær Stella Guðmundsdóttir, Olga Björg Jónsdóttir,  Elín Þóra Eiríksdóttir, Rakel Róbertsdóttir og Kristín Michelsen Kristinsdóttir, formaður.  Þórir greindi frá störfum HEILAHEILLA og hvert væri markmið félagsins, þá sem aðildarfélag SJÁLFSBJARGAR og innan Öryrkjabandalagsins, svo og  hluti […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur