Ástin í endurhæfingu!

“UNAÐSSTUND MEÐ ÁSTINNI”  kölluðu þær Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi og Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, erindi sitt á fjölsóttum fundi HEILAHEILLA 1. Des s.l..  Báðar eru með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð, og kynntu sérverkefni sitt, hjónadagar fyrir pör þar sem annað hefur orðið fyrir heilsubresti. Hjónadagarnir eru haldnir á hóteli úti á landi og er gist […]

Örorkumatsnefndin svarar

Fimmtudaginn 22. Nóvember 2007 sat Guðrún Jónsdóttir, f.h. Heilaheill, umræðu og upplýsingafund á vegum Öryrkjabandalagsins, er haldinn var um það starf, á Hiltonhótelinu [Hótel Nordica] í Reykjavík, sem fram hefur farið í verkefnahópum örokumatsnefndar.  M.a. héldu þau Sigurður Jóhannesson, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sigursteinn Másson framsögu og svöruðu fyrirspurnum, en þau  sátu í verkefnahóp um […]

B2 eflir þekkinguna

Þann 7. nóvember 2007 sést hvar þeir Þórir Steingrímsson, form. Heilaheilla og Hafsteinn Jóhannesson form. Parkinsonssamtakanna á Íslandi, afhentu ferðastyrk til handa sérfræðingum á Taugadeild Landspítalans B2, í tilefni 40 ára afmælis taugalækningadeildarinnar.  Heilaheilla og Parkinsonssamtökin eru aðilar að Samtaug, samráðshópi formanna félaga taugasjúklinga, s.s. Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags […]

Úrelt kerfi

Á fjölsóttum fundi hjá Heilaheill flutti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagins, erindi um stöðu öryrkja  gagnvart humyndum er fram hafa komið á vegum  atvinnulífsins.  Taldi hann allar tillögur og hugmyndir um breytingu á núerandi kerfi vera góðra gjalda verðar, en hvatti þó til frekari málefnalegri umræðu um þær á vegum stjórnavalda og aðila vinnumarkaðarins, – þá […]

Slagdagur á Akureyri

Heilaheill hélt sérstakan SLAGDAG 20.10.2007 og tóku félagar á Akureyri virkan þátt í honum á Glerártorgi.  Dagurinn var haldinn undir slagorðunum „Áfall er ekki endirinn!“ og „Þetta er ekki búið!“.  Tóku þeir á móti gestum og gangandi.  Að sögn Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara, stöldruðu margir við og ræddu um málefnið.  Sjá myndir hér: Til baka

Stjórn Hollvina Grensásdeildar

Mánudaginn 24. apríl 2006 hélt nýkjörin stjórn Hollvinafélags Grensásdeildar sinn fyrsta fund, eftir að hafa verið kosin eftir velheppnaðan stofnfund og skipti með sér verkum. Formaður er Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, varaformaður er Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður og formaður Heilaheilla, gjaldkeri Sveinn Jónsson, endurskoðandi og ritari er Sigmar Þór Óttarsson, kennari.  Meðstjórnendur eru læknarnir Ásgeir Ellertsson og Anna Geirsdóttir […]

HEILAHEILL í pallborðsumræðum

Mánudaginn 22. okt. 2007 tók HEILAHEILL þátt í pallborðsumræðum í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er fór fram í Eirbergi Eiríksgötu 34. Voru u.þ.b. 60 hjúkrunarfræðinemar, auk kennara, sem og fulltrúar langveikra sjúklingafélaga.  Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla mætti fyrir slagsjúklinga og þarna voru einnig fulltrúar frá Gigtarfélagi Íslands og Samtökum lungnasjúklinga. Var þessum umræðum stýrt af Helgu […]

Styktartónleikar 8. nóvember n.k.

Það er von félagsins að gera SLAGDAGINN að árlegum viðburði, því markmiðið er að vekja athygli almennings á fyrirbyggjandi þáttum slags.  HEILLARÁÐ félagsins lagði áherslu á fræðsluna og með hvaða hætti félagið gæti haft áhrif á stjórnvöld og almenning í þessu sambandi.  Ætlunin er að efla „Faðm“, styrktarsjóð félagsins, en í undirbúningi er að halda […]

Sjálfsbjörg þingar um Hátúnið

Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar þingaði með nefndum og stjórn landssambandsins um helgina og rætt var af alvöru um framtíðina.  Séstaklega var rætt um reksturs- og húsnæðismál samtakanna.  Þótti fulltrúum nefnda og félaganna kominn tími til að skoða þann möguleika að selja húnæði samtakanna í Hátúninu, þar sem það stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru fyrir hreyfihamlaða.  […]

Vinun og “Slagdagurinn” kynnt

Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA laugardaginn 06.10.2007 var haldinn í “Rauða salnum” í Sjálfsbjargarhúsinu.  Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um það sem drifið hafði á daga félagsins frá síðasta laugardagsfundi.   Málefni “Slagdagsins” 20. október 2007 voru kynnt og síðan kom Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur, er las ljóð er vöktu athygli er voru hugrenningar manns er hafði fengið slag […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur