Málefnahópur í uppsiglingu

Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram í “Rauða salnum” 03.03.2007. Þórir Steingrímsson, formaður, skýrði frá stofnun “Norðurdeildar” félagsins og greindi frá stöðu mála.  Svo var fundurinn tileinkaður málefnahópum er Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, kynnti.  Á næstunni mun félagið standa fyrir stofnun eins slíks málefnahóps, sem Ingólfur stýrir, og verður það þá kynnt á vegum […]

Kvikan

Mánudaginn 26.02.2007 var haldinn hugarflugsfundur í húskynnum Glitnis, Kirkjusandi, með fulltrúum upplýsingasviðs LSH og forsvarsmönnum sjúklingafélaga og var formanni HEILAHEILLA boðin þátttaka.  LSH ætlar á næstu árum kom upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendur. Eitt af markmiðunum aðila er að auka þjónustu við sjúklinga og aðstandendur.  Nú er í gangi  þarfagreining fyrir slíkan vef. […]

Afhending DVD-stuðningsdiska

Þegar undirbúningsfundur “Norðurdeildar” Heilaheilla var haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 19.02.2007, afhenti Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþálfara, í Kristnesi, FSA, “DVD-stuðningsdiska” félagsins, sem eru með myndefni sem eru viðtöl við þá sem hafa fengið áfall og unnið sig út úr því.   Til baka

Framvarðasveit Heilaheilla í verki

Eins og áður var getið var haldinn undirbúningsfundur “Norðurdeildar” Heilaheilla í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 19.02.2007.  Fyrir þann fund voru þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Ragnar Axelsson [RAX], úr framfarðasveit félagsins að reyna að vekja athygli norðanmanna á félaginu.  Það tókst vel með tilstuðlan fréttastofu stðarsjónvarpsstöðvainnar N4, eins og sést á myndinni. Til baka

Norðurdeild Heilaheilla

Haldinn var undirbúningsfundur “Norðurdeildar” Heilaheilla í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 19.02.2007.  Fundurinn var vel sóttur af sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum. Páll Jónsson var fundarstjóri og þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Ingvar Þóroddsson, endurhæfingarlæknir í Kristnesi, FSA, héldu framsögu og svöruðu fyrirspurnum.  Þá var einnig gestur fundarins Ragnar Axelsson [RAX], úr framfarðasveit Heilaheilla.  Á fundinum voru […]

Töðugjöld HEILAHEILLA

Hinn árlegi viðburður, í lok hvers starfsárs, hefur stjórn félagsins gert með sér glaðan dag. Hafa stjórnameðlimir, sem og aðrir félagar er hafa lagt mikið af mörkum fyrir félagið, farið yfir farinn veg og komið saman, snætt og farið í leikhús.  Í þetta skiptið var horft á einleikinn “Pabbinn” í Iðnó, við góðar undirtektir. Sjá […]

Aðstandendur

Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 3. febrúar að Hátúni 12 um málefni aðstandenda og tókst vel.  Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, flutti sína skýrslu, hélt Jónína Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, erindi undir yfirskriftinni “Gott er að eiga góða að” og svaraði fyrirspurnum.  Margir sýndu málefnum aðstandenda mikinn áhuga og er sjáanlegt var að það verður eitt […]

Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf

Laugardaginn 27. janúar s.l. var haldinn fundur í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf, sem þau Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Þórir Steingrímsson, gjaldkeri [form. Heilaheilla], Anna Guðrún Sigurðardóttir, ritari og Herdís Ingvadóttir, meðstjórnandi sátu, ásamt Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra.  Ýmis mál voru rædd og á sér stað mikil endurskoðun á allri starfsemi samtakanna í tengslum […]

Morgunfundur Rotary-klúbbsins Straums

Fimmtudagsmorguninn 25. janúar kl.07:00 flutti Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, fyrirlestur um félagið á morgunfundi Rotary-klúbbnum Straumi, á veitingastaðnum Hóteli Víkings, í Hafnarfirði.  Drukkið var morgunkaffi, eftir morgunleikfimi og klúbbfélagar sýndu málefninu mikinn áhuga og margar spurningar voru lagðar fram.  “Slagkorti” sem og ”Fyrstadagkorti” félagsins var dreift og nokkrir fundarmenn sögðu formanninum frá reynslu sinni af […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur