Samráðið hafið!

Fimmtudaginn 30.03.2006 kl.16:00 var haldinn samráðsfundur með framkvæmdastjórn LSH og Sam-Taugar, [sem er vinnuheiti samstarfshóps taugasjúklinga] samkvæmt þartilgreindu samkomulagi er aðilar undirrituðu í viðurvist ráðherra á s.l. ári.  Í Sam-Taug eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var […]

HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR

Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada.  Hann  hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant.  Gunnar hefur nú hætt störfum […]

HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR

Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada.  Hann  hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant.  Gunnar hefur nú hætt störfum […]

Hollvinafélag Grensásdeildar

Formanni Heilaheilla, Þóri Steingrímssyni, var boðið til fundar undirbúningsnefndar “Hollvinafélags Grensásdeildar” er haldin var í Reykjavík laugardaginn 18. mars.  Þetta var merkur fundur sagði Þórir, en hann sátu auk hans frumkvöðull þessa starfs Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, en þeir hafa báðir dvalist á Grensásdeild, svo og þeir Ásgeir Ellertsson læknir og Sveinn Jónsson endurkoðandi.  Ákveðið var að boða til stofnfundar félagsins í […]

Málþing Félags fagfólks um endurhæfingu (FFE) 23. mars nk. á Grand Hótel frá kl. 13-16

Þórunn Halldórsdóttir, M.Sc. talmeinafræðingur sagði við heimasíðuna að Félag fagfólks um endurhæfingu (FFE) hafi verið stofnað vorið 2001. Á þeim tíma hafði verið unnið mikið í stefnumótun endurhæfingardeilda hér á landi og var ein af niðurstöðum þeirrar vinnu sú að æskilegt væri að stofna þverfaglegt fræðafélag. Margar starfstéttir vinna í endurhæfingu, s.s. sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, félagsráðgjafar, […]

Kaffifundur um hópastarf

Laugardaginn 04.03.2006 kl. 10:00 var haldinn kaffifundur Heilaheilla að Hátúni 12 og var þátttaka góð.Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð fundarmenn velkomna og greindi frá tilgangi fundarins, m.a. að stofna stuðningshópa og til hvers væri ætlast af þeim. Hann sagði frá störfum fjáröflunarnefndar” [Helgi Seljan, form., Edda Þórarinsdóttir og Bergþóra Annasdóttir] og að hún hefði afgreitt og […]

LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM!

Ingólfur Margeirsson félagi okkar er kominn að utan og sagði heimasíðunni svo frá:  “Ég er nýkominn úr tveggja vikna för til New York þar sem við hjónin gerðumokkur ýmislegt til skemmtunar, eins og að hlýða á óperur á Metropolitan,detta inn á blúsklúbba, klífa skýjakljúfa að innan með lyftum og horfa yfir stórborgina, skoða auða svæðið þar […]

Ný stjórn HEILAHEILLA

Á aðalfundi Heilaheilla fimmtudaginn 23.02.2006, sem haldinn var að Hátúni 12, var kosinn ný stjórn.  Þórir Steingrímsson, formaður,Jónína Ragnarsdóttir, ritari, Bergþóra Annasdóttir, gjaldkeri, Albert Páll Sigurðsson og Ellert Skúlason meðstjórnendur.  Stjórnin endurspeglar markmið félagsins sem er að í henni sitja sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar. Var fráfarandi formanni, Þóru Sæunni Úlfsdóttur þökkuð störfin, en hún flutti skýrslu […]

Kaffifundur 4, febrúar 2006

Margir félagar HEILAHEILLA, sjúklingar, aðstandendur, fagaðilar, velunnarar og gestir sóttu kaffifund Heilaheilla, sem haldinn var á Hótel Reykjavík Centrum 4, febrúar s.l..  Voru  sýnd af DVD-diskum viðtöl úr ýmsum sjónvarpsþáttum við þá sem höfðu fengið heilablóðfall og síðan skrafað og lagt á ráðin  Framvarðasveitin, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Þórir Steingrímsson ranns.lögr.maður, Edda Þórarinsdóttir leikkona og Ragnar Axelsson ljósmyndari voru á staðnum, svo og Ingólfur Margeirsson rithöfundur.  Ákveðið […]

Fjáröflunarnefnd Heilaheilla

Fundur var haldinn í fjáröflunarnefnd Heilaheilla 1. febrúar 2006 sem í sitja Helgi Seljan, formaður, Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri félagsins og Edda Þórarinsdóttir, leikkona og meðlimur framvarðasveitarinnar.  Rætt var um fjárhagsstöðuna og tekin voru til meðferðar fyrirliggjandi erindi. Einnig voru ræddir möguleikar á ýmsum aðferðum við öflun fjár.  Formaðurinn ætlar að boð til næsta fundar. Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur