Í framhaldi af kaffi og félagsfundi Heilaheilla 1. apríl sl. hóaði Bergþóra Annasdóttir, saman aðstandendum heilablóðfallsskaðaðra, til skrafs og ráðagerða. Spurningin var hvort grundvöllur væri fyrir því að aðstandendur hittist og miðli hvor öðrum af reynslu sinni. Það kom henni á þægilega óvart hversu margir tóku þátt í þessum hópi og hve mikil reynsla sem hver og […]
Félags – og kaffifundur Heilaheill var haldinn að Hátúni 12, Rvík. 1. apríl s.l. og þar greindi Katrín Julíusdóttir, þingmaður, frá starfi hóps ungra foreldra er fengið hafa heilablóðfall. Fyrir dyrum stendur söfnunarátak á vegum Stoð og styrks sem hefur ýmist gefið út bækur og diska – eða keypt bækur á góðu verði eins og verður í söfnun […]
Fimmtudaginn 30.03.2006 kl.16:00 var haldinn samráðsfundur með framkvæmdastjórn LSH og Sam-Taugar, [sem er vinnuheiti samstarfshóps taugasjúklinga] samkvæmt þartilgreindu samkomulagi er aðilar undirrituðu í viðurvist ráðherra á s.l. ári. Í Sam-Taug eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var […]
Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada. Hann hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant. Gunnar hefur nú hætt störfum […]
Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada. Hann hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant. Gunnar hefur nú hætt störfum […]
Formanni Heilaheilla, Þóri Steingrímssyni, var boðið til fundar undirbúningsnefndar “Hollvinafélags Grensásdeildar” er haldin var í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Þetta var merkur fundur sagði Þórir, en hann sátu auk hans frumkvöðull þessa starfs Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, en þeir hafa báðir dvalist á Grensásdeild, svo og þeir Ásgeir Ellertsson læknir og Sveinn Jónsson endurkoðandi. Ákveðið var að boða til stofnfundar félagsins í […]
Þórunn Halldórsdóttir, M.Sc. talmeinafræðingur sagði við heimasíðuna að Félag fagfólks um endurhæfingu (FFE) hafi verið stofnað vorið 2001. Á þeim tíma hafði verið unnið mikið í stefnumótun endurhæfingardeilda hér á landi og var ein af niðurstöðum þeirrar vinnu sú að æskilegt væri að stofna þverfaglegt fræðafélag. Margar starfstéttir vinna í endurhæfingu, s.s. sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, félagsráðgjafar, […]
Laugardaginn 04.03.2006 kl. 10:00 var haldinn kaffifundur Heilaheilla að Hátúni 12 og var þátttaka góð.Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð fundarmenn velkomna og greindi frá tilgangi fundarins, m.a. að stofna stuðningshópa og til hvers væri ætlast af þeim. Hann sagði frá störfum fjáröflunarnefndar” [Helgi Seljan, form., Edda Þórarinsdóttir og Bergþóra Annasdóttir] og að hún hefði afgreitt og […]
Ingólfur Margeirsson félagi okkar er kominn að utan og sagði heimasíðunni svo frá: “Ég er nýkominn úr tveggja vikna för til New York þar sem við hjónin gerðumokkur ýmislegt til skemmtunar, eins og að hlýða á óperur á Metropolitan,detta inn á blúsklúbba, klífa skýjakljúfa að innan með lyftum og horfa yfir stórborgina, skoða auða svæðið þar […]
Á aðalfundi Heilaheilla fimmtudaginn 23.02.2006, sem haldinn var að Hátúni 12, var kosinn ný stjórn. Þórir Steingrímsson, formaður,Jónína Ragnarsdóttir, ritari, Bergþóra Annasdóttir, gjaldkeri, Albert Páll Sigurðsson og Ellert Skúlason meðstjórnendur. Stjórnin endurspeglar markmið félagsins sem er að í henni sitja sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar. Var fráfarandi formanni, Þóru Sæunni Úlfsdóttur þökkuð störfin, en hún flutti skýrslu […]