Laugardaginn 04.03.2006 kl. 10:00 var haldinn kaffifundur Heilaheilla að Hátúni 12 og var þátttaka góð.Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, bauð fundarmenn velkomna og greindi frá tilgangi fundarins, m.a. að stofna stuðningshópa og til hvers væri ætlast af þeim. Hann sagði frá störfum fjáröflunarnefndar” [Helgi Seljan, form., Edda Þórarinsdóttir og Bergþóra Annasdóttir] og að hún hefði afgreitt og […]
Ingólfur Margeirsson félagi okkar er kominn að utan og sagði heimasíðunni svo frá: “Ég er nýkominn úr tveggja vikna för til New York þar sem við hjónin gerðumokkur ýmislegt til skemmtunar, eins og að hlýða á óperur á Metropolitan,detta inn á blúsklúbba, klífa skýjakljúfa að innan með lyftum og horfa yfir stórborgina, skoða auða svæðið þar […]
Á aðalfundi Heilaheilla fimmtudaginn 23.02.2006, sem haldinn var að Hátúni 12, var kosinn ný stjórn. Þórir Steingrímsson, formaður,Jónína Ragnarsdóttir, ritari, Bergþóra Annasdóttir, gjaldkeri, Albert Páll Sigurðsson og Ellert Skúlason meðstjórnendur. Stjórnin endurspeglar markmið félagsins sem er að í henni sitja sjúklingar, aðstandendur og fagaðilar. Var fráfarandi formanni, Þóru Sæunni Úlfsdóttur þökkuð störfin, en hún flutti skýrslu […]
Margir félagar HEILAHEILLA, sjúklingar, aðstandendur, fagaðilar, velunnarar og gestir sóttu kaffifund Heilaheilla, sem haldinn var á Hótel Reykjavík Centrum 4, febrúar s.l.. Voru sýnd af DVD-diskum viðtöl úr ýmsum sjónvarpsþáttum við þá sem höfðu fengið heilablóðfall og síðan skrafað og lagt á ráðin Framvarðasveitin, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Þórir Steingrímsson ranns.lögr.maður, Edda Þórarinsdóttir leikkona og Ragnar Axelsson ljósmyndari voru á staðnum, svo og Ingólfur Margeirsson rithöfundur. Ákveðið […]
Fundur var haldinn í fjáröflunarnefnd Heilaheilla 1. febrúar 2006 sem í sitja Helgi Seljan, formaður, Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri félagsins og Edda Þórarinsdóttir, leikkona og meðlimur framvarðasveitarinnar. Rætt var um fjárhagsstöðuna og tekin voru til meðferðar fyrirliggjandi erindi. Einnig voru ræddir möguleikar á ýmsum aðferðum við öflun fjár. Formaðurinn ætlar að boð til næsta fundar. Til baka
Miðvikudaginn 18. janúar s.l. var haldinn fyrsti fundur meðal fulltrúum LSH og samstarfshóps taugasjúklinga, en í honum eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var fundurinn haldinn á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.17:00. Fjallað var um með […]
Samráðshópur taugasjúklinga, er undirritaði yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss, fundaði miðvikudaginn 11.01.2006 með Sigursteini Mássyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Þar var rætt um meðal annars með hvaða hætti ÖBÍ gæti átt samstarf við hópinn, en þar eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag […]
Framvarðasveit HEILAHEILLA, þau Katrín Júlíusdóttir, Ragnar Axelsson, Þórir Steingrímsson og Edda Þórarinsdóttir funduðu nýlega og mátu árangurinn eftir opnun heimasíðunnar. Katrín hefur verið á “símavaktinni” s: 860 5585 og leyst þau mál sem upp hafa komið eins og við var að búast. Edda Þórarins tekur svo við af henni eftir u.þ.b. viku fram í febrúar. […]
Þann 20.12.2005 var undirrituð yfirlýsing um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.14:00, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, er vottaði samkomulagið með undirskrift sinni. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sínaað rækta samband við almenning og ástunda samvinnu og samráð við hagsmunasamtök sjúklinga. Í samstarfi félaga taugasjúklingaeru eftirtalin félög: Félag […]
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði heimasíðu Heilaheilla á HOTEL NORDICA mánudaginn 19. desember 2005. Tilgangurinn er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilablóðfalls. Kynnt var Fyrstadagskort sem er ætlað á fyrsta degi þeim einstaklingi sem verður fyrir heilaáfalli, blóðtappa eða blæðingu. Sjúkratölur á Íslandi segja að það séu tveir á […]