HEILLARÁÐ samanstendur af fulltrúum deilda og kom saman miðvikudaginn 23. maí á LSH Fossvogi. Bar margt á góma og m.a. að félagið væri að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir heilaskaða af völdum slags, það er sama hvar á landinu það er. Þá vinnur það að innbyrðis kynningu meðal sjúklinga og […]
11. ágúst er dagurinn! Við ferðumst í HEILAHEILL og áætlunin er þessi: Kl. 10:00 Frá Hátúni 12 og farið verður sem leið liggur yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði, til Stokkseyrar um Selfoss, síðan Veiðisafnið og Þuríðarbúð á Stokkseyri og Kirkjan og Húsið á Eyrarbakka. Kl 12:00 Hádegisverður með sjávarréttasúpa í veitingahúsinu Hafið Bláa við Ölfusárósa og […]
Eins og ykkur er kunnugt um verður Reykjavíkurmaraþon Glitnis næsta laudagardag, þann 18.08.2007, og í tengslum við hlaupið gefst starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um 500 kr. á hvern hlaupin km. Einnig gefst fyrirtækjum og einstaklingum sem ekki geta / kjósa að hlaupa en vilja […]
Hlauparar, til heilla Heilaheilla, hlupu samanlagt 746 km. eða til Seyðisfjarðar og gott betur, með viðkomu á Neskaupstað! Eftirfarandi listi er yfir þá er hlupu fyrir félagið í maraþoni sem var 18. ágúst 2007 og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir. Að öllum ólöstuðum þá sýndu hjónin þau Guðrún Jónsdóttir, hún í hjólastól og Sigurður […]
Ingólfi Margeirssyni, fræðslufulltrúa Heilaheilla var boðið af hjúkrunarfólki Sunnaas endurhæfingarspítalans á Nesodden við Oslófjörðinn, að halda fyrirlestur um bata sinn eftir heilaslag og segja sérstaklega frá starfsemi Heilaheilla. Ingólfur heimsótti spítalann í júlímánuði í sumar og ræddi við hjúkrunarfólk og sjúklinga. Sunnaas endurhæfingarsjúkrahúsið stendur á Nesodden, miklum skaga sem teygir sig í Oslófjörðinn skammt frá […]
SLAGDAGUR HEILAHEILLA tókst mjög vel í Reykjavík og á Akureyri. Eins og áður hefur komið fram bauð félagið upp á ókeypis áhættumat á gestum í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og einnig ráðleggingar við Glerártorg á Akureyri . Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði SLAGDAGINN í Smáralindinni, með kaup á fyrsta barmmerki félagsins, sem Edda Þórarinsdóttir, leikkona, færði […]
FAÐMUR Heilaheilla HÉLT STYRKTARTÓNLEIKA Í SALNUM 8.NÓVEMBER s.l. Fram komu: Þórunn Lárusdóttir leikkona og verndari sjóðsins tók lagið. Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð fluttu lög eftir Valgeir Skagfjörð Vallagerðisbræður fluttu lög af plötu sinni Æskunnar Förunautar sem er komin út. Best geymda leyndarmálið úr sveitinni Hjónabandið úr Fljótshlíðinni flutti lög. Elísa Geirsdóttir, Guðmundur Pétursson og […]
Þeir sem fylgdust með Kómpásþættinum 4. des. s.l. um slag tóku eftir hetjulegri baráttu Guðbjargar Öldu Þorvaldsdóttur, arkitekts, í endurhæfingunni eftir áfallið. Þar sönnuðust slagorð Heilaheilla, “ÁFALL ER EKKI ENDIRINN” og “ÞETTA ER EKKI BÚIIÐ!” Heimasíðan snéri sér að Guðbjörgu Öldu og innti hana eftir fyrstu jólunum eftir áfallið. „Ég man eftir fyrstu jólunum mínum […]
Að láta slag standa nokkuð sem við félagar í HEILAHEILL þekkjum vel. Að verða fyrir áfalli og vinna úr því er ákveðið verkefni, sem allir sjúklingar þurfa að ganga í gegn um og bera sumir nokkurn kvíða á nýju ári. HEILAHEILL hefur ávallt staðið fyrir því að áfallið sé ekki endirinn og þetta sé ekki búið! […]
1. Við viðurkennum að við höfum orðið fyrir áfalli og líf okkar orðið gjörbreytt – og oftar en ekki háð aðstoð annarra. 2. Munum að við erum á lífi og ætlum að lifa lífinu lifandi. 3. Erum þess reiðubúin að hefja nýtt líf án ranghugmynda um að snúa aftur til fyrra lífs sem er horfið. 4. Erum óhrædd við […]