Fundargerð stjórnar 10. ágúst 2022

Stjórnarfundur HEILAHEILLA miðvikudaginn 10. ágúst 2022 kl.17:00 með net-tengingu.

  • Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri og Kristín Árdal, varastjórn
  • Gestur: Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur

Engin athugasemd kom fram við dagskrá fundarins eða boðun hans. Þórir kynnti Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, talmeinafræðing, sem gest fundarins. Engin athugsemd kom fram við veru hennar á fundinum. Þórunn mun kynna á fundinum nýframsetta aðgerð talmeinafræðinga í samvinnu við HEILAHEILL

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu.
    Frettablaðið. Unnið er að því að útbúa efni í Fréttablaðið sbr. síðustu fundargerðir.
  2. Fjármál félagsins.
    Páll Árdal, gjaldkeri, fór yfir helstu tölur ī því samhengi. Í Íslandsbaka eru 5,8 miljónir, 5,2 í Arionbanka. Markaðsmenn safna í gríð og erg fyrir viðaukablað Fréttablaðs fyrir alþjóðaslagdaginn laugardaginn 29. október 2022 og ennig fyrir Slagorðinu, blaði HEILAHEILLA. Söfnununin fyrir Fréttablaðið hefur gengið vel. Hafa safnast tæpar tvær af tveimur komma sex miljónum. Markaðsmenn taka 30% af því sem þeir safna en þessar tölur gefa fyrirheit um, sagði Páll, að það takist að safna upp í kostnað við kálfinn.
  3. Þing ÖBÍ 1. september.  
    Formaðurinn kallaði eftir málefnum er ætti að bera fyrir fund ÖBÍ, – en engar tillögur komu fram.
  4. Samkomulag um málstolsáætlun.
    Þórunn Hanna Halldórsdóttir, gestur fundarins, kynnti áætlun þar sem a.m.k. 8 talmeinfræðingar ræddu um sín á milli um að taka þátt í sérstakri talmálsþjálfun í samvinnu við HEILAHEILL, þar sem félagið sótti um styrk til Félagsmálaráðuneytisins í því skyni að auðvelda aðkomu talmeinafræðinga að skjólstæðingum félagsins og aðstandendum þeirra  Markmiðið er að æfa/þjálfa/kenna tal og tjáningu. Farið verður af stað með samtalshóp(a) og/eða námskeið. Áhersla verður á málotkun sem nýtist þátttakendum í daglegu lífi. Áformað er að vera í húsnæði félagsins að Sigtúni 42, 105 Reyjavík á laugardögum kl.11:00, nema þegar það er með sína fundi.  Þórunn sagði að 8 talmeinafræðingar væru tilbúnir að vera með er tóku vel í málið. Páll spurði um möguleika á fjarfundaþátttöku.  Þórunn sagði að það væri hugsanlegt og taldi þetta íhugavert.  Hægt að sjá fyrir sér fjölbreytt hópastarf og víkka yfir í fjarfundi. Umræður voru um hvort að námskeiðin, samtalshóparnir væru alveg frí/fríir eða ódýrir. Heilaheill áformar að sækja um styrk til verkefnisins til Öryrkjabandalagsins/ríkisins.  
    Sædís vakti athygli á að huga vel að landsbyggðinni. Umræður um eftirfylgni, þá í öllum málaflokkum HEILAHEILLA.  Þessi fræðsla er Þórunn kynnti snertir ekki jafningafræðslu Bryndísar Bragadóttur.
    Stjórnin samþykkti þessa ráðagerð sem Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur, hafa sammælst um og kynning á verkefninu er hægt að sjá hér!
  5. Stjórnarfundur Nordisk Afasiråd – 6-7 október 2022.
    Þórir verður í Grikklandi á þessum tíma á vegum SAFE.  Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson verða fulltrúar Íslands á fundinum. Þórunn beðin um að athuga dagskrá fundarins m.t.t. flugferða þátttakenda.
  6. Önnur mál.
    Engin.

Fleira gerðist ekki,

Fundi slitið kl.17:45

Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson
ritari

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur