Stjórnar-fjarfundur á ZOOM mánudaginn 13. september kl.17:00!
Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn.(Sjá aðalfundargerð).
Dagskrá:
- Skýrsla
Formaðurinn opnar fundinn og stjórnarmenn kynntu sig, en tvær nýjar konur koma nú inn í varastjórn. Það eru Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal. (Sjá aðalfundargerð) - Stjórnin skiptir með sér verkum.
Ákveðið var að undirritaður Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson verði áfram ritari og Páll Árdal áfram gjaldkeri. - Fjármál félagsins.
Páll gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Allt þar virkar eðlilegt og jákvætt. Erum í heildina með rétt um 9 miljónir á reikningum. En fjármögnun Kvikmyndar og Slagorðs gera stöðuna flókna. Auðvelt er að sjá Ársreikninga á heimasíðu félagsins. - Framundan
a) Stjórnarfundur NAR.
Framundan er stjórnarfundur 5 október, fjarfundur. Til stóð að halda hann í Reykjavík en horfið var frá því vegna Covid stöðunnar. Til stendur að halda fund í apríl 2022 i Reykjvik.
b) Staða málstolsins.
Bryndís Bragadóttir er hætt við jafingjafræðslu sem hún hefur haft á sinni könnu í mörg ár. (sbr. aðalfund). Vantar aðra manneskju.
c) Kvikmyndin.
Myndin hefur aðeins frestast. Stefnt er nú að því að frumsýna hana 9. nóvember. Getum þá vakið athygli á málefninu. Umræður urðu um tækifæri.
d) Slagdagurinn.
Minnt var á að ,,Slagdagur“ er 29. október, föstudagur.
e) Slagorðið
Slagorðið er komið langt á leið og verður sent út til félagsmanna o.fl. fyrir slagdaginn.
- Önnur mál.
* Páll skýrði frá fræðslufundum sem haldnir hafa verið og verða haldnir í eða nálægt Svæðishöfuðborginni Akureyri.
* Formaður skýrði frá því að heilbrigðisráðherra er tilbúin að skrifa undir viljayfirlýsingu SAP-E (Stroke Actionplan For Europe) verði sjónarmiðum hans/hennar um að samræma þurfi framsett markmið við stefnu stjórnvalda og fjárlög hverju sinni mætt. Þórir fór yfir verkefnið sem gengur út á það að bæta viðbrögð og meðferð við slagi. Meira er um það í fyrri fundargerðum.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið
Baldur Kristjánsson