Stjórnarfjarfundur HEILAHEILLA föstudaginn 15. júlí 2022 kl.17:00
- TENGD Í NETSAMBANDI: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri og Kristín Árdal, varastjórn
Formaður auglýsti eftir athugasemdum við útsenda dagskrá og/eða boðun fundarins. Engar slíkar komu fram.Formaður bauð alla velkomna.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu.
Greindi frá ferðum Þóris Steingrímssonar, formanns og Páls Árdal, gjaldkera til Barcelona, Spáni, á ráðstefnu SAFE þar sem fjallað var um heilablófallið út frá ýmsum sjónarhornum. Skýrsla Þóris var mjög fræðilegs eðlis. Fjallaði um það sem er undir lið 4 og 3 hér í fundargerð. - Fjármál félagsis
Pálla gaf gott yfirlit. Staðan eðlileg. 6.1 miljón á reikningi Íslandsbanka - Tengslanet Heilaheilla í SAFE
Formaðurinn greindi frá útkomu eftir fundinn í Barcelona og lögð var áhersla á SAPE. - Stjórnarfundur í Afasiråd 5-7 október 2022 á Hótel Holti
Dagskrá ekki endanlega ákveðin en stjórnarmeðlimir koma frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á miðvikudeginum 5. október. Fjallað frekar um málstol og Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson sitja fundinn fyrir HEILAHEILL. - Málstolsþjálfun.
Þórunn Hanna Halldórsdóttir kemur til með, ásamt öðrum talmeinafræðingum, að vera markmiðaða talþjálfun á vegum félagsins á næsta starfsári. Stefnt er að því að halda einnig áfram með jafningjafræðsluna á næsta starfsári, sem Bryndís Bragadóttir hefur annast. - Grikkland í september.
Þórir Steingrímsson, formaður fer sem fulltrúi félagsins til Þesslóniku, í Grikklandi, á fund SAFE. - Önnur mál
Engin og fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17:25.
Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari