Fundargerð stjórnar 15. júlí 2022

Stjórnarfjarfundur HEILAHEILLA föstudaginn 15. júlí 2022 kl.17:00

  • TENGD Í NETSAMBANDI: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri og Kristín Árdal, varastjórn

Formaður auglýsti eftir athugasemdum við útsenda dagskrá og/eða boðun fundarins. Engar slíkar komu fram.Formaður bauð alla velkomna.

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu.  
    Greindi frá ferðum Þóris Steingrímssonar, formanns og Páls Árdal, gjaldkera til Barcelona, Spáni, á ráðstefnu SAFE þar sem fjallað var um heilablófallið út frá ýmsum sjónarhornum. Skýrsla Þóris var mjög fræðilegs eðlis. Fjallaði um það sem er undir lið 4 og 3 hér í fundargerð.
  2. Fjármál félagsis 
    Pálla gaf gott yfirlit. Staðan eðlileg. 6.1 miljón á reikningi Íslandsbanka
  3. Tengslanet Heilaheilla í SAFE   
    Formaðurinn greindi frá útkomu eftir fundinn í Barcelona og lögð var áhersla á SAPE.
  4. Stjórnarfundur í Afasiråd 5-7 október 2022 á Hótel Holti   
    Dagskrá ekki endanlega ákveðin en stjórnarmeðlimir koma frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á miðvikudeginum 5. október. Fjallað frekar um málstol og Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson sitja fundinn fyrir HEILAHEILL.
  5. Málstolsþjálfun.
    Þórunn Hanna Halldórsdóttir kemur til með, ásamt öðrum talmeinafræðingum, að vera markmiðaða talþjálfun á vegum félagsins á næsta starfsári.  Stefnt er að því að halda einnig áfram með jafningjafræðsluna á næsta starfsári, sem Bryndís Bragadóttir hefur annast.
  6. Grikkland í september.  
    Þórir Steingrímsson, formaður fer sem fulltrúi félagsins til Þesslóniku, í Grikklandi, á fund SAFE
  7. Önnur mál  
    Engin og fleira gerðist ekki.

    Fundi slitið kl. 17:25.

    Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur