Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn
Formaður bauð fólk velkomið og augýsti eftir athugasemdum við boðun fundarins og/ eða dagskrá en engar slíkar komu fram.
Dagskrá:
- Formaður gaf skýrslu.
Formaður fór yfir það helsta sem á döfinni er. Er í tíðu sambandi við SAP-E ásamt Birni Loga Þórarinnssyni. Beðið eftir svari Runólfs Landspítalaforstjóra sbr. fundargerð sîðasta fundar. - Fjárhagsstaða okkar ágæt.
Voru sammála um það formaður og gjaldkeri. Rætt um sérstakt blað fyrir 29. okt.,slagdaginn, í haust. VÁkveðið að um að sleppa aprílfundi stjórnar.. Aðalfundur verður 26. mars næstkomandi. - Tillaga gjaldkera
Tillaga gjaldkera um endurskoðun á 5. lið stjórnarákvörðunar 21. janúar s.l. um að styrkja heimasíðu, netsíðu/upplýsingasíðu Ingunnar Högnadóttur um 50 þúsund krónur, en hún fjallar um málstol. Vitnaði Páll í fund fyrir norðan (þetta er skrifað syðra) og bók sem Ingunn hefur safnað í fyrir málstola manneskjur og gagnast þeim sem hafa màlstol. Þetta eru persónuhannaðar bækur. Samþykkt var að hækka styrkinn til vefsíðu Ingunnar upp í 250 þúsund krónur. - Önnur mál.
Engin.
Fundi slitið.
Baldur Kristjánsson
fundarritari.