Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.
Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá. Engin hreyfði athugasemdum.
Dagskrá:
- Stjórnin skiptir með sé verkum
- Formaður gefur skýrslu
- Fjármál félagsins
- Staða félagsins
- Önnur mál
Fyrsti fundur eftir aðalfund þar sem Gísli kom nýr inní stjórn en aðrir héldur áfram nema Baldur Kristjánsson hætti í stjórn og þökkum við honum góð störf fyrir Heilaheill undanfarin ár.
- Stjórnin skiptir með sé verkum
- Skipað í embætti:
Þórir formaður, Páll gjaldkeri, Sædís ritari, Kristín og Gísli meðstjórnendur. - Fjármál félagsins:
Páll fór yfir fjármál félagsins , ágætis mál félagsins. - Staða félagsins
Þórir kynnti siðareglur félagsins og innri starfsemi:
- Ákveðið að hafa stjórnarfund 1 mánudag hvers mánaðar kl. 16.30
- Félagsfundir í Reykjavík og Akureyri 1 x í mánuði næst verður Margrét Ákadóttir gestur í Reykjavík.
- Nýtt kerfi hefur verið tekið upp í boðun funda, en það er í gegnum SMS kerfi
- Sumarferð það hefur dregið úr þátttöku sl. ár, en var síðast 16 manns fyrir nokkrum árum
- Reynt var að hafa ferð í Borgarfjörðinn s.l. ágúst en þá náðist ekki næg þátttaka, stefnt er á ferð í byrjun júní og verður það auglýst fljótlega.
- Slagdagurinn er 29 október , og hafa þá verið allskonar uppákomur og fyrirlestrar og fl. Bæklingum hefur verið dreift og félagsmenn Heilaheilla hafa verið með kynningar í t.d. Kringlunni og Smáralind
- Reynt hefur verið að vera með fjölbreytta bæklinga og upplýsingar. Allskonar bæklingar gefnir út , m.a. leibeiningar vegna málstols. Hópur með málstol gaf út lítil kort sem hægt var að afhenda t.d afgreiðslufólki til leiðbeiningar SAP-E, fagaðila hópur og vísindasamfélagið, landsfulltrúar í honum eru Björn Logi, Marianne Klinke og Þórir fyrir Heilaheill.
- Heimasíða, stjórn getur skrifað frétt eða annað og birt inná síðunni , Þórir búinn að setja frétt um ferðina til Dublin
- Hjartaheill, Kristín er tengiliður við það SAFE var stofnað 2004 en Heilaheill aðilar síðan 2011.
- 1500 eru á mismundandi póstlistum Heilaheilla.
- Umræða um póstlistann hvernig hægt er að halda honum réttum , útbúa fréttabréf og senda upplýsingar til félagsmanna félagsgjald, rétt heimilisfang, netfang símanúmer , Sædís gerir uppkast
- Mörg verkefni framundan, hjá Heilaheill
- Við getum sjálf skoðað og kynnt myndbönd sem eru á heimasíðunni
- Páll talar um sumarferð Akureyringa í Skagafjörðinn í jún
- Fyrirlestur áætlaður í Árbæ hjá Rotary n.k. fimmtudag Þórir mætir þangað.
- Önnur mál
Annað ekki rætt