Fundargerð stjórnar 30. mars 2021

Mætt voru Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir, varamenn.

Kvikmyndasamningur lá fyrir fundinum, sjá fylgiskjal og fjarfundurinn var á þessari slóð: https://meet.jit.si/FJARFUNDUR_HEILAHEILLA

Dagskrá:

 1. Skýrsla formanns.
  Tekist á um samninginn um kvikmyndina (sjá fylgiskjal). Páll með áhyggjur af fjármálum. Breyting á 3 setningu 3 greinar. Hún verði:  ,,Reiknað er með að söfnunin muni skila Heilaheill 4 miljónum króna þegar innheimtu er lokið.  Samningurinn samþykktur með þessari breytingu.  Samþykkt með þeim skilningi að Heilaheill beri engan umframkostnað.  Fyrirhugað er að frumsýna kvikmyndina 26. október 2029.   Myndin verður textuð á íslensku líka.  Kolbrún sat hjá.
 2. SAPE.
  Allt komið skv. áætlun. Frágangur á bréfi til ráðherra allra Evrópulanda.  Evrópski heilablóðfagsdagurinn er áætlaður 11. maí 2021 með sameiginlegri yfirlýsingu.
 3. Fjármál.
  Páll fór yfir fjármálin undir þessum lið.  Allt er eðlilegt, ekkert nýtt að frétta.
 4. Kvikmyndin.
  Henni var gerð skil í skýrslu formanns.
 5. Önnur mál.  
  Páll stakk upp á því að hækka þóknun til Þóris. Þórir vék af fundi.  Páll stakk upp á því að Þórir fái greiddar 100 þúsund á mánuði.   Fær nú greitt 94.000 kr. á mánuði.  Samþykkt.  Þórir kom aftur á fundinn
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.
Baldur Kristjánsson
ritari  
Samningur – Epos ehf og Heilaheill

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur