Kvikmynd um heilablóðfallið

Þórir Steingrímssom, formaður HEILAHEILLA, og Páll Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri EPOS ehf.

Í dag 7. apríl voru undirritaðir samningar milli HEILAHEILLA og kvikmyndafyrirtækisins EPOS ehf. um gerð kvikmyndar um heilablóðfallið (slagið).  Er þessi kvikmynd ætluð fyrir sjónvarp, samfélagsmiðla o.fl., í því skyni að fræða landsmenn um hvernig hægt er að koma í veg fyrir slag, jafnvel dauða, með því að fræðast um fyrstu einkennin og hafa réttu viðbrögðin við áfallinu. Hafa kvikmyndagerðarmenn og fulltrúar félagsins verið í viðræðum s.l. tvö ár og gert er ráð fyrir að tökur geti hafist á árinu, þar sem fjármögnun styrktaraðila hafi gengið vonum framar, undir átaki Markaðsmanna ehf.  Það hefur ávallt verið markmið HEILAHEILLAað vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall), hvetja almenning að þekkja fyrstu einkennin og koma í veg fyrir frekari skaða, – jafnvel dauða!  Árlega fá u.þ.b. 348 einstaklingar slag í sitt fyrsta sinn hér á landi, – en með almennri þekkingu á fyrstu einkennunum og skjótri íhlutun heilbrigðisyfirvalda, réttri greiningu og meðferð, s.s. með segabrottnámi, er hægt að lámarka þennan fjölda og upplýsa almenning um þær miklu framfarir er hafa orðið á allra síðustu árum í læknisfræðinni og hvaða möguleikar eru á að lágmarka afleiðingar heilablóðfalls með þátttöku almennings.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur