Fundargerð stjórnar 4. ágúst 2023

Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA á ZOOM föstudaginn 4. ágúst 2023 kl.16:30 með net-tengingu.

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn.

Engar athugasemdir komu fram við boðun fundar eða dagskrá en auglýst var eftir þeim.  

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu. Fátt gerst frá því á síðasta fundi. Fór yfir bréf frá SAFE þar sem fjallað er um markmið og fyrirhugaða ráðstefnu.
  2. Fjármál félagsins. Páll Árdal gjaldkeri gaf skýrslu. Þrjár og hálf miljón eru nú á reikningi félagsins í Arion banka og tæplega það í Íslandsbanka.
  3. Appið 4. HHH-hópurinn. Kristín Árdal sér um aðild okkar að HHH hópnum og bíður eftir tölvupóstum.  Athugun á Appinu heldur áfram á vegum Helga Þórissonar sbr. síðustu fundargerðir.
  4. ANGELS-átakið 29. október 2023 – Alþjóðlegi slagdagurinn. Marinnne Elisabeth Klinke stýrir Angels hópnum, en um er að ræða alþjóðlegt átak. Fram kom að séra Hjálmar Jónsson talar á laugardagsfundi í haust.
  5. SlagorðiðÚtgáfumál 29. október. Ákveðið að stefna að blaði fyrir Slagdaginn 29. okt. Þórir hafi samband Dagný Maggíardóttir sem var ritstjóri síðasta blaðs.  Páll hafi samband við Markaðsmenn sem safna styryrktarlínum. Þórir bað fólk, þ.á.m. sjálfa sig,  að fara yfir það sem hugsanlega mætti endurprenta, bæklinga og annað sem þegar hefur verið gefið út.
  6. SAFE í Róm 6.-9. september 2023. Sindri Már Finnbogason, Sigurður Þór Þórisson auk Páls Árdal stjórnarmanns hafa lýst yfir vilja sínum til fararinnar.  Samþtkkt að Heilaheill greiði 200 þúsund krónur með hverjum af kr. 279.311 sem ferðin kostar.  Þ.e. flug gisting og ráðstefnugjöld.  Þeir yrðu allir fulltrúar Heilaheilla.  SAFE kostar för eins fulltrúa Þóris formanns félagsins sem hefur verið fulltrúi félagsins hjá SAFE.
  7. Önnur mál. SAPE ráðstefna er í janúarbyrjun.  SAFE fólk hittist aftur í Mars 2024.  Páll minntist á ánægju þátttakenda í ferð Heilaheilla út í Hrísey.  Fjórir hafa skráð sig í sumarferð 12. ágúst.  Samþykkt að Þórir sendi úrt auglýsingu á netinu og hann og Sædís taki um það ákvörðun hvort ferðin verði farin.
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið,
Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur