Fundargerð stjórnar 7. júlí 2023

Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA á ZOOM föstudaginn 7. júlí 2023 kl.16:30 með net-tengingu.

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn.

Engar athugasemdir komu fram við boðun fundar eða dagskrá en auglýst var eftir þeim.  

Dagskrá er fram að 1. óþvingaða punkti hvers liðar.

  1. Formaður gefur skýrslu. Átti fund sem fulltrúi sjúklinga í SAP-E hópnum, er sátu Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugalæknir og nýráðinn yfirmaður B-2, Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensásdeild f.h. fagaðila.  Fagaðila4nir könnuðust við makmið SAPE og ætla að framfylgja þeim.  Enginn kostnaðargrunnur kominn.  Fram kom í máli formanns að hér á landi vantar ,,Stroke support organisation“ SSO, sem er eiginlega samræmingaraðili hinna fjöldamörgu aðila sem vilja styðja við slag tengda þætti.  Englaprógrammið í leikskólum einnig rætt.
  2. Fjármál félagsins.  4,5 miljónir eru í Íslandsbanka og 3,4 í Arionbanka.  Hagnaður af síðasta Slagorði (655 þúsund)og hagnaður varð af fjórblöðungi Fréttablaðsins sáluga.   Ákveðið að sækja aftur um styrk vegna Talmeinafræðinga.  Það starf gengur skv. áætlun (vel).
  3. Sumarferð er á áætlun. 12. Ágúst, fyrirhugaður ferðadagur er Hvanneyrardagur.
  4. Ráðstefna SAFE í Róm 6.-9. september 2023.  SAFE borgar undir einn frá Íslandi og formaður hyggst fara. Samþykkt að stjórnarmenn tilkynni formanni fyrir helgina 15-16. júlí hvort þeir hafi áhuga fyrir að fara og þegar ljóst verður hve margir það kjósa verði tekin ákvörðun um hve mikið Heilaheill styrki farendur.
  5. Önnur mál. – Engin.
Fleira gerðist ekki,
Fundi slitið
Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur